Hjúkrunarfræðingur við umsjón útskrifta á taugalækningadeild
Auglýst er eftir hjúkrunarfræðingií fullt starf við skipulag og umsjón með útskrift sjúklinga taugalækningadeildar í Fossvogi. Unnið er í dagvinnau virka daga og er starfið laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi.
Deildin er 19 rúma sólarhringsdeild ætluð sjúklingum með taugasjúkdóma og starfa þar um 60 manns í þverfaglegu teymi. Lögð er áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
Starfsandi á deildinni er sérlega góður. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun. Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Ragnheiði Sjöfn deildarstjóra.
Landspítali styður nýútskrifaða hjúkrunarfræðinga í starfi með markvissri handleiðslu og fræðslu, samhliða starfi í formi starfsþróunarárs Landspítala.
- Skipulag og umsjón með árangursríkum útskriftum sjúklinga í samstarfi við fjölskyldur, aðra fagaðila og stofnanir
- Ákveða, skipuleggja og veita hjúkrunarmeðferð
- Virk þátttaka í þróun og umbótum í starfi deildarinnar
- Fylgjast með nýjungum í hjúkrun
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og geta til að starfa í teymi
- Góð almenn þekking á íslensku heilbrigðiskerfi og félagsþjónustu er kostur
- Reynsla af stjórnun verkefna er kostur
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni, íslenska 4/5