Sérfræðingur í kerfisrekstri í Microsoft-umhverfi
Landspítali leitar að öflugum og lausnamiðuðum sérfræðingi í kerfisrekstri til að tryggja öruggan og áreiðanlegan rekstur upplýsingakerfa spítalans. Viðkomandi mun bera ábyrgð á daglegum rekstri tölvukerfa með áherslu á lausnir frá Microsoft.
Innviðir og rekstur tilheyra þróunarsviði Landspítala sem ber ábyrgð á öflun, uppsetningu og rekstri miðlægra innviða spítalans, þar á meðal tölvusala, netþjóna, öryggiskerfa, gagnagrunna, gagnageymsla, netkerfa, fjarskiptalína, símkerfa og póstkerfis (O365) ásamt nauðsynlegu undirlagi. Teymið sinnir einnig tæknilegri ráðgjöf við klíníska starfsemi með það að markmiði að auka skilvirkni, gæði og öryggi á Landspítala.
Á þróunarsviði starfa um 110 einstaklingar. Markmið sviðsins er að styðja við þróun heilbrigðisþjónustu framtíðarinnar og veita framúrskarandi þjónustu við klíníska starfsemi. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkvæmt nánara samkomulagi.
- Þróun og innleiðing Microsoft-lausna (Teams, SharePoint, Outlook o.fl.)
- Þróun og innleiðing Power Apps lausna
- Rekstur og stjórnun M365 og Azure-umhverfis
- Innleiðing, rekstur og eftirlit með kerfum spítalans
- Að lágmarki 3 ára starfsreynsla á sviði kerfisstjórnunar í upplýsingatækni
- Þekking og reynsla af rekstri upplýsingakerfa
- Góð kunnátta á Microsoft 365 og Azure Active Directory
- Reynsla af sjálfvirknilausnum er kostur (Power Automate, Power Apps og Power BI)
- Tæknilegar vottanir eru kostur
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur en ekki skilyrði
- Metnaður, jákvætt viðmót og lipurð í samskiptum
- Reynsla af teymisvinnu
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, netstjóri, upplýsingatækni, tölvunarfræði.
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5