Sálfræðiþjónusta - Sálfræðingur í áfallateymi geðþjónustu
Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa metnaðarfullan og sjálfstæðan sálfræðing með góða samskiptafærni sem hefur áhuga á að vinna með fólki sem er að takast á við afleiðingar áfalla.
Í áfallateyminu starfa sálfræðingar sem sinna skjólstæðingum sem eru að takast á við afleiðingar áfalla. Annars vegar er veitt bráðaþjónusta (sálfræðiþjónusta Neyðarmóttöku kynferðisofbeldis, móttöku heimilisofbeldis og Áfallamiðstöðvar) þegar um ný eða nýleg áföll er að ræða og hins vegar þjónusta fyrir fólk með áfallastreituröskun eftir eldri áföll. Störfin fela fyrst og fremst í sér áfallahjálp, greiningar- og meðferðarvinnu með fólki sem er að kljást við alvarlegar afleiðingar áfalla og stundum annan geðrænan vanda.
Um er að ræða faglega krefjandi starf á spennandi vettvangi fyrir sálfræðing sem hefur áhuga á nýsköpun og framþróun í starfi. Landspítali er þverfaglegur vinnustaður og býður upp á líflegt starfsumhverfi. Upphaf starfa er samkomulag.
Hjá Sálfræðiþjónustunni starfa um 80 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið að fjölbreyttum umbótaverkefnum. Margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð. Lögð er áhersla á að sálfræðingar á Landspítala fái öfluga handleiðslu og símenntun í faginu.
- Greining, mat og meðferð á geðrænum vanda, gagnreynd sálfræðimeðferð og ráðgjöf
- Einstaklings- og hópmeðferð
- Námskeiðahald, ráðgjöf og fræðsla
- Handleiðsla og þjálfun nema í klínískri sálfræði í samræmi við reynslu
- Þátttaka í þróun og uppbyggingu sálfræðiþjónustu á Landspítala
- Þátttaka og uppbygging á þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt starfsleyfi sálfræðings
- Þekking og reynsla af sálfræðilegri greiningu og sálmeinafræði
- Þekking og reynsla af gagnreyndum aðferðum í áfallavinnu, s.s. hugrænni atferlismeðferð við áfallastreituröskun
- Áhugi á að vinna í spítalaumhverfi, reynsla af því að hafa unnið í spítalaumhverfi er kostur
- Framúrskarandi samskiptafærni
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og sýna frumkvæði
- Reynsla af þátttöku í þverfaglegri teymisvinnu heilbrigðisstétta æskileg
- Góð íslenskukunnátta skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sálfræðingur
Tungumálahæfni: íslenska 4/5