Starf í deildaþjónustu
Aðfangaþjónusta Landspítala sækist eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi til starfa í öflugu teymi deildarþjónustu. Viðkomandi þarf að vera lipur í mannlegum samskiptum, stundvís og heiðarlegur. Starfið er fjölbreytt og gefandi og felur í sér náið samstarf við samstarfsfólk innan teymisins og sem annarra deilda spítalans.
Deildaþjónusta veitir mikilvæga þjónustu við deildir spítalans með rekstrarvörur og lín. Verkefnin fela m.a. í sér birgðastýringu, pantanir, áfyllingar og aðra þjónustu samkvæmt þjónustusamningum. Einnig sér teymið um afgreiðslu og áfyllingu í fataafgreiðslu þar sem starfsfólk fær starfsmannafatnað.
Unnið í dagvinnu og starfsstöðvar eru við Hringbraut og í Fossvogi. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Birgðastýring á rekstrarvörum og líni fyrir deildir spítalans
- Pantanir á rekstrarvörum og líni
- Áfylling á deildir af rekstrarvörum og líni
- Afgreiðsla starfsmannafatnaðar í fataafgreiðslu
- Önnur tilfallandi verkefni sem heyra undir deildaþjónustu
- Jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Sjálfstæð vinnubrögð og hæfni til að starfa í teymi
- Þjónustulund, metnaður og frumkvæði
- Góðir samskiptahæfileikar
- Íslensku- og enskukunnátta
- Reynsla af þjónustustarfi eða starfi á heilbrigðisstofnun er kostur
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Einstaklingur þarf að hafa náð 18 ára aldri
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: þjónustustörf, afgreiðsla, teymisvinna, almennur starfsmaður
Tungumálahæfni: íslenska 3/5, enska 3/5