Sjúkraliði á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma
Áhugasamur og metnaðarfullur sjúkraliði óskast til starfa á meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma Landspítala við Hringbraut. Undir meðferðareininguna heyra legudeild, göngudeild, vettvangsgeðteymi (Laufeyjarteymi), dagdeild og afeitrunardeild ólögráða ungmenna. Um er að ræða spennandi og gefandi störf þar sem unnið er í þverfaglegum teymum þvert á meðferðareininguna.
Meðferðareiningin þjónustar fólk með tvíþættan vanda, geðrænan vanda annars vegar og vímuefnavanda hins vegar á mismunandi þjónustustigum. Meðferðarnálgunin er fjölþætt, heildræn og ræðst af þörfum og getu hvers skjólstæðings og aðstandenda hans.
Á meðferðareiningunni eru mikil tækifæri til vaxtar, mikil samvinna er á milli allra deilda einingarinnar.
- Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur
- Virk þátttaka í þverfaglegu teymi
- Hjúkrun, umönnun og stuðningur við sjúklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Fylgir einstaklingum eftir í daglegri virkni, framfylgir meðferðarsamningum og meðferðaráætlunum og ber ábyrgð á ákveðnum skráningum
- Tekur þátt í meðferðarvinnu í samráði við teymi sjúklings
- Tekur þátt í og sér um að fyrirliggjandi dagskrá deildar hverju sinni sé framfylgt
- Umsjón með fjölbreyttum og sérhæfðum verkefnum í samráði við deildastjóra
- Stuðlar að góðum samstarfsanda
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Reynsla af stuðningi við fólk með geð- og fíknisjúkdóma er kostur
- Reynsla af starfi í geðþjónustu er kostur
- Þekking á hugmyndafræði skaðaminnkunar
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og mjög góð samskiptafærnia
- Hæfni og vilji til að vinna í þverfaglegu teymi
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli, viðbótartungumálakunnátta er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5