Hjúkrunarfræðingur á Legudeild lyndisraskana á Kleppi
Áhugasamur og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur óskast til starfa á legudeild lyndisraskana á Kleppi. Deildin er opin legudeild og dagdeild sem sinnir meðferð einstaklinga með lyndisraskanir og fjölþættan vanda. Deildin vinnur einnig í nánu samstarfi við meðferðarteymi göngudeildar lyndisraskana. Á deildinni er unnið fjölbreytt og sérhæft starf sem einkennist af góðum starfsanda, virkri og stöðugri framþróun og eru ótal tækifæri til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Við leitum eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi með framúrskarandi samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa metnað og áhuga á að starfa við geðhjúkrun fyrir einstaklinga með alvarlegar geðraskanir
Starfshlutfall er 70-100% eða samkvæmt samkomulagi. Ráðið verður frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Unnið er á breytilegum dag-, kvöld- og helgarvöktum eða eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Díönu, deildastjóra fyrir nánari upplýsingar.
- Alhliða hjúkrun fyrir sjúklinga með alvarlegar geðraskanir
- Þátttaka í að ákveða, skipuleggja og veita viðeigandi hjúkrunarmeðferðir
- Virk þátttaka og samstarf í þverfaglegum teymum
- Samskipti, fræðsla, hvatning og víðtækur stuðningur við sjúklinga og aðstandendur þeirra
- Þátttaka í umbótastarfi og þróun þjónustunnar
- Samábyrgð á góðu og innihaldsríku starfsumhverfi
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Reynsla af geðhjúkrun er kostur
- Einlægur áhugi á geðhjúkrun og stuðningi við fólk með alvarlegar geðraskanir
- Faglegur metnaður, sjálfstæði í vinnubrögðum og ábyrgð í starfi
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og lausnamiðuð nálgun
- Hæfni og vilji til að vinna í þverfaglegu teymi
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Mjög góð samskiptahæfni
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta bæði í mæltu og rituðu máli, viðbótar tungumálakunnátta kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5