Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á smitsjúkdómadeild
Laust er til umsóknar starf aðstoðardeildarstjóra á smitsjúkdómadeild A7 í Fossvogi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi sem hefur brennandi áhuga á hjúkrun, stjórnun ásamt gæða- og umbótastarfi. Starfið er laust 1. október 2025 eða eftir samkomulagi.
Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 einstaklingar í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður.
Aðstoðardeildarstjóri starfar náið með deildarstjóra og fylgir eftir ákvörðunum um skipulag hjúkrunar og verklag á deild sem og innleiðingu nýjunga í hjúkrun er stuðla að auknum gæðum hjúkrunar, gagnreyndum starfsháttum og öryggi sjúklinga. Mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu.
- Ábyrgð á rekstri og mönnun deildar í fjarveru hjúkrunardeildarstjóra
- Er leiðandi í klínísku starfi, framþróun hjúkrunar og að skráning hjúkrunar sé í samræmi við stefnu Landspítala
- Stuðlar að hvetjandi, stöðugri liðsheild og jákvæðu starfsumhverfi
- Skipuleggur og stjórnar starfsemi deildar í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Leiðtogahæfni, þekking og áhugi á stjórnun og teymisvinnu
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Skipulögð og vönduð vinnubrögð
- Þekking á verkefnastjórnun, umbóta- og gæðastarfi er æskileg
- Mjög góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri hjúkrun, hjúkrun, stjórnun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5