Sjúkraliði á göngudeild augnsjúkdóma, Eiríksgötu 5
Við óskum eftir metnaðarfullum sjúkraliða í fjölbreytt og lifandi dagvinnustarf á göngudeild augnsjúkdóma. Göngudeildin er miðstöð augnsjúkdóma á Íslandi og samanstendur af göngudeild, dagdeild og sérhæfðum skurðstofum.
Hvað býðst þér?
Fjölbreytt starf þar sem þú:
- Tekur á móti skjólstæðingum sem koma í lyfjagjafir
- Aðstoðar lækna við lyfjagjafir í augu
- Færð einstaklingsmiðaða starfsþjálfun og skipulagða fræðslu
- Starfar í sérhæfðu umhverfi, í þverfaglegu samstarfi þar sem ríkir góður starfsandi
Vinnuskilyrði:
- Dagvinna, allt að 100% starfshlutfall (60-100%)
- 36 stundu vinnuvika í fullri dagvinnu
- Betri jafnvægi milli vinnu og einkalífs
Ef þú hefur áhuga þá hvetjum við þig til að hafa samband við Sigrúnu deildarstjóra og fá nánari kynningu á starfinu og skoða deildina, við tökum vel á móti þér.
- Móttaka skjólstæðinga sem koma í lyfjagjafir
- Aðstoð við lyfjagjafir
- Önnur verkefni sem falið er af deildarstjóra
- Íslenskt starfsleyfi sjúkraliða
- Góð samskiptafærni, jákvæðni og sveigjanleiki
- Stundvísi
- Hæfni til að vinna í teymi
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5, enska 3/5