Sótthreinsitæknir/ sérhæfður starfsmaður
Við viljum fjölga í okkar öfluga teymi og auglýsum eftir einstaklingi í fullt starf á dauðhreinsunardeild Landspítala við Tunguháls. Í starfinu felst dauðhreinsun verkfæra, pökkun og röðun fyrir skurðstofur og aðrar starfsstöðvar Landspítala. Nýtt starfsfólk fær einstaklingsmiðaða aðlögun undir leiðsögn reynds starfsfólks. Unnið er á dag- og kvöldvöktum og er starfið laust 15. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Dauðhreinsun mun flytjast í nýjan meðferðarkjarna þegar hann verður tilbúinn og fyrir liggur að undirbúa starfsemi deildarinnar fyrir þann flutning auk þess sem deildin tekur þá að sér viðameira verkefni. Á deildinni starfa um 17 aðilar í þverfaglegu teymi sem samanstendur af sérhæfðu starfsfólki, sótthreinsitæknum og hjúkrunarfræðingum. Meginverkefni deildarinnar snúa að því að raða, pakka og dauðhreinsa verkfæri sem notuð eru á skurðstofum spítalans auk þess að sjá um að pakka og dauðhreinsa verkfæri frá öðrum starfsstöðvum innan og utan spítalans. Starfsemi deildarinnar er mikilvægur hlekkur í skurðstofustarfsemi og í að tryggja öryggi sjúklinga og sýkingarvarnir á Landspítala. Góð vinnuaðstaða er á deildinni og er hún vel tækjum búin. Dauðhreinsun tilheyrir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu Landspítala en þar starfa um 1200 einstaklingar í tæplega 900 stöðugildum.
- Dauðhreinsun verkfæra fyrir skurðaðgerðir
- Pökkun, flokkun og röðun verkfæra
- Taubrot og framleiðsla
- Menntun sem nýtist í starfi, sótthreinsitæknanám er æskilegt
- Góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
- Starfsreynsla innan heilbrigðiskerfisins er æskileg
- Áreiðanleiki og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Jákvæðni og góð samskiptahæfni
- Áhugi og vilji til að takast á við breytingar
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi, ef við á. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, sótthreinsitæknir, sérhæfður starfsmaður,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5