Ertu sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun?
Laust er til umsóknar starf sérfræðings í gjörgæsluhjúkrun á gjörgæsludeildum Landspítala með starfsstöð í Fossvogi. Gert er ráð fyrir að sérfræðingur starfi í báðum húsum en megin starfsstöð verður í Fossvogi. Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun starfar samkvæmt starfslýsingu sérfræðinga í hjúkrun á Landspítala. Sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun starfar að framþróun hjúkrunar á gjörgæsludeildum Landspítala, gæða- og umbótaverkefnum, ráðgjöf, kennslu og fræðslustarfsemi til starfsfólks og nemenda og tekur þátt í akademískri vinnu með þátttöku í rannsóknastarfi. Auk þess er gert ráð fyrir að sérfræðingur starfi við klínísk störf á gjörgæsludeildum spítalans. Starfið felur jafnframt í sér uppbyggingu, samræmingu og skipulagningu þjónustu við skjólstæðinga í samvinnu við aðrar heilbrigðisstéttir.
Við leitum eftir einstaklingi sem laðar til sín fólk til samstarfs, hefur farsæla reynslu af því að leiða teymi og leggur áherslu á að skapa traust á milli aðila og stuðlar að sálrænu öryggi.
Á gjörgæsludeildum Landspítala starfar samhent þverfaglegt teymi sem þjónar sjúklingum sem þurfa á gjörgæslutengdri þjónustu að halda bæði á skurðstofum og utan þeirra. Sérsvið gjörgæslu fylgir hraðri framþróun og fylgst er vel með nýjungum á alþjóðlegum vettvangi.
Sérfræðingur í hjúkrun vinnur sjálfstætt á sérsviði gjörgæsluhjúkrunar skv. reglugerð nr. 512/2013 og ber ábyrgð á starfi sínu gagnvart stofnun og næsta yfirmanni.
- Þróun hjúkrunar og þjónustu við sjúklinga og aðstandendur þeirra innan sérgreinar
- Frumkvæði að gæðaumbótum og innleiðingu nýrra verkferla meðal annars með markmið Landspítalans í huga (óráð, þrýstingssár og byltuvarnir)
- Umsjón verkefna sem snúa að undirbúningi fyrir sameiningu gjörgæsludeilda fyrir nýjan Landspítala, svo sem yfirferð og samræming verkferla og gæðaskjala
- Er leiðandi í faglegri starfsþróun innan gjörgæsludeilda og þverfaglegri hermiþjálfun
- Klínísk störf á gjörgæsludeildum
- Kennsla og fræðsla til starfsfólks, nemenda í grunn- og framhaldsnámi í heilbrigðisgreinum sem og sérnámi í gjörgæsluhjúkrun
- Þátttaka í rannsóknarstarfi
- Ráðgjöf til sjúklinga, aðstandenda og heilbrigðisstarfsmanna
- Stuðlar að góðum starfsanda og teymisvinnu sem einkennist af trausti og sálrænu öryggi starfsmanna
- Meistara- eða doktorspróf í hjúkrun
- Íslenskt sérfræðileyfi í gjörgæsluhjúkrun
- Starfsreynsla í gjörgæsluhjúkrun
- Mjög góð leiðtoga- og samskiptahæfni og farsæl reynsla af teymisvinnu
- Reynsla af gæða og umbótaverkefnum
- Reynsla og færni í þverfaglegri hermikennslu
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, rannsóknum, gæða- og þróunarverkefnum
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, sérfræðingur í hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5