Hjúkrunarnemi á legudeild lyndisraskana á Kleppi
Áhugasamir og metnaðarfullir hjúkrunarnemar óskast til starfa á legudeild lyndisraskana. Starfshlutfall er skv. samkomulagi. Tekið er tillit til námsins við skipulagningu vakta.
Legudeild er opin 12 rúma legudeild sem sinnir meðferð einstaklinga með lyndisraskanir og fjölþættan vanda. Áhersla er á heildræna batamiðaða nálgun í meðferðarstarfi og að veita einstaklingshæfða hjúkrun með það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að bata. Mikið er lagt upp úr þverfaglegri teymisvinnu í starfi deildar og unnið er meðal annars í nánu samstarfi við sérhæfð teymi innan meðferðareiningar lyndisraskana. Á deildinni er unnið fjölbreytt og sérhæft starf sem einkennist af góðum starfsanda. Stöðug framþróun er í starfsemi og ótal tækifæri eru til að vaxa í starfi. Veitt er markviss og einstaklingshæfð aðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum.
Starfið er laust frá 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
- Hlutverk og ábyrgð er í samræmi við starfslýsingar hjúkrunarnema eftir lengd náms
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Þátttaka í umbótastarfi og þróun þjónustu
- Hjúkrunarnemi
- Áhugi á geðhjúkrun
- Góð samstarfshæfni og færni í samskiptum
- Hæfni til að vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra meðferðaraðila
- Áhugi á þverfaglegu samstarfi og teymisvinnu
- Góð almenn tölvukunnátta og færni í mæltu og rituðu máli
- Góð íslenskukunnátta, önnur tungumálakunnátta er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarnemi, hjúkrun,
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5,