Deildarstjóri mannauðsdeildar
Landspítali auglýsir eftir öflugum einstaklingi, með mikla reynslu af mannauðsmálum, til að leiða mannauðsdeild spítalans og byggja upp sterka liðsheild. Á deildinni er unnið að mótun og innleiðingu mannauðsmála þvert yfir spítalann. Mannauðsdeild ber jafnframt ábyrgð á stjórnendaþjálfun, verklagi við ráðningar, starfsumhverfiskönnunum og umsjón með miðlægri heilsuvernd starfsfólks. Þá sinnir deildin móttöku nýliða, fræðslu og ýmsum umbótaverkefnum á sviði mannauðsmála. Um 23 stöðugildi í þremur teymum starfa á deildinni og tilheyrir hún rekstrar- og mannauðssviði. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri rekstrar- og mannauðssviðs.
Við leitum að drífandi og metnaðarfullum leiðtoga sem brennur fyrir hlutverki spítalans, býr yfir djúpstæðri þekkingu og reynslu í mannauðsmálum og er reiðubúinn að taka að sér krefjandi og áhrifamikið hlutverk. Starfið kallar á mikið frumkvæði, stefnumótandi hugsun og framúrskarandi samskiptahæfni
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust eftir samkomulagi.
- Rekstur og stjórnun deildar
- Fagleg forysta og stefnumótun á sviði mannauðsmála
- Umsjón með heilsu- og vinnuvernd starfsfólks
- Umsjón nýliðamóttöku ásamt fræðslu til nýs starfsfólks
- Umsjón með stjórnendaþjálfun
- Umsjón með starfsauglýsingum, ráðningakerfi, verkferlum og úttektum
- Umsjón með starfsumhverfiskönnunum, stjórnendamati og eftirfylgni þeirra
- Þátttaka í miðlægum verkefnum þvert á spítalann
- Samskipti við ýmsa ytri aðila
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi; viðbótarmenntun í mannauðsstjórnun eða sambærileg menntun æskileg
- Árangursrík reynsla af stjórnun á sviði mannauðsmála
- Reynsla af stefnumótun, mönnun og þróun starfsumhverfis
- Leiðtoga- og skipulagshæfni
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi
- Jákvætt lífsviðhorf, örugg framkoma og framúrskarandi samskiptahæfni
- Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er kostur
- Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni í tjáningu í ræðu og riti
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Tungumálahæfni: íslenska 5/5, enska 4/5
Starfsmerkingar: Stjórnunarstörf, deildarstjóri, mannauðsstjóri, mannauðsráðgjafi, starfsmannastjóri, mannauðsdagurinn