Aðstoðardeildarstjóri á göngudeild augnsjúkdóma
Laus til umsóknar staða aðstoðardeildarstjóra á göngudeild augnsjúkdóma á Eiríksgötu 5 frá 1. júlí 2025 eða eftir samkomulagi. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með brennandi áhuga á þjónustu deildarinnar ásamt gæða- og umbótastarfi. Unnið er í dagvinnu.
Göngudeildin er miðstöð augnsjúkdóma í landinu og skiptist í göngudeild, dagdeild og skurðstofur.
Starfið er fjölbreytt og auk stjórnunar-, gæða- og umbótaverkefna felur það í sér móttöku sjúklinga, fræðslu, forskoðanir, undirbúning og aðstoð við augnaðgerðir. Á deildinni ríkir góður starfsandi og þverfaglegt samstarf.
Starfið felur í sér:
- Fjölbreytt, tæknilegt og líflegt starf
- Einstaklingsmiðuð starfsþjálfun
- Starfsþróun með skipulagðri fræðslu
- Möguleiki á að styðja við frekari starfsþjálfun með námsheimsókn/stuðning við sérnám í augnhjúkrun erlendis
- Sérhæft starfsumhverfi þar sem ríkir góður starfsandi og þverfaglegt samstarf
- Dagvinna, 80-100% starfshlutfall
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Vinnur í samráði við deildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem deildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í þjónustu deildarinnar
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í fjarveru og í samráði við deildarstjóra
- Vinnur náið með deildarstjóra að mótun liðsheildar
- Móttaka sjúklinga
- Fræðsla, forskoðanir, sjónmælingar, sjónsviðsmælingar og augnbotnamyndatökur ásamt undirbúningi fyrir aðgerðir
- Móttaka og aðstoð á skurðstofu fyrir aðgerðir og lyfjagjafir
- Önnur tilfallandi verkefni
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Framhalds- eða viðbótarmenntun æskileg
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Reynsla af skurðhjúkrun er kostur
- Faglegur metnaður
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Stjórnunarþekking, reynsla og leiðtogahæfni
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, stjórnunarstarf, dagvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5