Hjúkrunarfræðingur á Líknardeild
Hjúkrunarfræðingur óskast til fjölbreyttra og krefjandi starfa á líknardeild í fallegu umhverfi við sjávarsíðuna í Kópavogi.
Líknarhjúkrun og líknarmeðferð miðast við að bæta lífsgæði sjúklinga og veita virkan stuðning við aðstandendur þeirra.
Á líknardeild starfa um 60 einstaklingar og mikil áhersla er lögð á þverfaglega teymisvinnu og fjölskylduhjúkrun. Starfsumhverfið einkennist að miklum faglegum metnaði og góðum starfsanda. Boðið er upp á fræðslu og starfsaðlögun með reyndum hjúkrunarfræðingum. Sálrænn stuðningur og viðrunarfundir eru fastir þættir sem stuðningur við starfsfólk deildarinnar, leitt af reyndum fagaðilum.
Starfshlutfall er samkomulag og vinnufyrirkomulag vaktavinna. Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Áhugasömum er boðið að hafa samband við Ólöfu Ádsísi deildarstjóra og sjálfsagt að koma og skoða aðstæður. Næg bílastæði eru við líknardeildina.
- Hjúkrun, ráðgjöf og stuðningur til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegri teymisvinnu
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 3/5