Aðstoðarmaður deildarstjóra/ verkefnastjóri á smitsjúkdómadeild
Smitsjúkdómadeild auglýsir laust til umsóknar starf aðstoðarmanns deildarstjóra. Leitað er eftir öflugum liðsmanni með mikla skipulagshæfileika og getu til að vinna undir álagi í fjölbreyttu, krefjandi og skapandi starfi á frábærum vinnustað. Um er að ræða nýtt starf á deildinni og því ýmis spennandi tækifæri þar í boði.
Deildin er 20 rúma sólarhringsdeild ætluð sjúklingum með bráð vandamál á sviði lyflækninga. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 einstaklingar í virku þverfaglegu samstarfi og unnið er markvisst að faglegri þróun. Starfsandi á deildinni er sérlega góður og spennandi námstækifæri framundan.
Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun. Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomilagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur enn orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Vaktaskýrslugerð, umsjón með Vinnustund og aðstoð við mönnun vakta
- Ýmis mannauðstengd verkefni svo sem þátttaka í móttöku og aðlögun nýs starfsfólks, undirbúningur fyrir starfsmannasamtöl og atvinnuviðtöl
- Yfirsýn hvað varðar þjálfun og endurmenntun starfsfólks
- Ýmis sérhæfð verkefni sem tengjast umbótastarfi, samskiptum og samhæfingu eins og að halda utan um fræðslu, starfsdaga, fundi og aðra viðburði
- Yfirsýn yfir rekstrarumhverfi
- Ritun og úrvinnsla fundargerða og annarra gagna sem tengjast starfseminni
- Önnur verkefni að beiðni deildarstjóra
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi; viðbótarmenntun eða framhaldsnám í mannauðsstjórnun eða verkefnastjórnun æskileg
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Leiðtoga- og skipulagshæfni
- Framúrskarandi samskiptahæfni og stuðlar að góðum starfsanda
- Jákvæðni, hvetjandi og lausnarmiðuð hugsun í starfi
- Mjög góð almenn tölvukunnátta
- Mjög góð færni í íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðarmaður, verkefnastjóri, teymisvinna, mannauiður,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5