Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga
Ertu fljótur að læra og tileinka þér nýja hluti?
Heilbrigðisritari/ skrifstofumaður óskast á dag- og göngudeild blóð- og krabbameinslækninga við Hringbraut. Á deildinni starfar 30 manna þverfaglegur hópur og sinnir sjúklingum með blóðsjúkdóma og krabbamein.
Við leitum eftir þjónustuliprum einstaklingi sem er fljótur að læra og tileinka sér nýja hluti. Viðkomandi þarf að hafa góða samskiptahæfni og eiga auðvelt með að vinna í teymi. Um er að ræða fullt dagvinnustarf sem felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Næsti yfirmaður er deildarstjóri dag- og göngudeildar blóð- og krabbameinsþjónustu.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
- Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild s.s. móttaka sjúklinga, tímabókanir, símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfi Landspítala
- Ábyrgð á daglegum viðfangsefnum deildar samkvæmt verklagi
- Önnur tilfallandi verkefni í samráði við deildarstjóra
- Heilbrigðisritaranám, stúdentspróf eða annað nám og/ eða reynsla sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulipurð og færni til að takast á við krefjandi aðstæður
- Góð almenn tölvufærni
- Þekking á helstu tölvukerfum Landspítala er kostur
- Skipulögð vinnubrögð og sjálfstæði í starfi
- Hæfni til að stýra ólíkum hópum eða teymi er kostur
- Færni til að takast á við krefjandi aðstæður og stuðla að jákvæðum starfsanda á starfseiningu
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: heilbrigðisþjónusta, heilbrigðisritari, ritari, skrifstofumaður, skrifstofustarf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5