Leit
Loka

Forstjóri og framkvæmdastjórn

Meginhlutverk forstjóra er að tryggja að á Landspítala sé veitt fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem á hverjum tíma eru tök á að veita í samræmi við hlutverk stofnunarinnar innan heilbrigðisþjónustunnar.  Forstjóri skal vinna að því að spítalinn ræki hlutverk sitt hvað snertir þjónustu, kennslu og rannsóknir og skal m.a. eiga ríkt samstarf við háskólasamfélagið.

Áður en forstjóri tekur mikilvægar ákvarðanir er varða þjónustu og rekstur Landspítala skal hann taka mál upp á vettvangi framkvæmdastjórnar og leita ráðgjafar og álits hennar. Þá ber forstjóra að leita álits fagráðs um mikilvægar ákvarðanir sem varða heilbrigðisþjónustu og skipulag spítalans.

Í samráði við forstjóra markar stjórn Landspítala spítalanum langtímastefnu í samráði við forstjóra í samræmi við stefnumörkum ráðherra og hlutverk stofnunarinnar samkvæmt lögum. Forstjóri skal einnig bera ráðstafanir sem miðað við daglegan rekstur eru mikils háttar eða óvenjulegar í starfsemi stofnunarinnar undir stjórn til samþykktar.


Framkvæmdastjórn Landspítala er skipuð eftirtöldum frá og með 1. janúar 2023 þegar nýtt skipurit spítalans tekur gildi:

Runólfur Pálsson tók við starfi forstjóra Landspítala 1. mars 2022. 

Runólfur lauk kandídatsprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1985, sérfræðinámi í lyflækningum frá Hartford Hospital og University of Connecticut árið 1991 og sérfræðinámi í nýrnalækningum frá Massachusetts General Hospital og Harvard Medical School árið 1996. Runólfur hefur starfað á Landspítala samfellt frá árinu 1996 og gegnt þar ýmsum stjórnunarstöðum, síðast starfi forstöðumanns lyflækninga- og bráðaþjónustu.  Hann hefur jafnframt verið prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Runólfur tók í október 2021 tímabundið við starfi framkvæmdastjóra meðferðarsviðs á Landspítala af Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, sem gegndi tímabundið starfi forstjóra spítalans.

 

Helstu verkefni forstjóra

Forstjóri Landspítala er skipaður af heilbrigðisráðherra til fimm ára í senn. Í erindisbréfi frá nóvember 2022 er helstu verkefnum forstjóra tilgreind:

 • Hafa með höndum yfirstjórn Landspítala.
 • Sitja fundi stjórnar Landspítala, nema stjórn ákveði annað í einstökum tilvikum.
 • Gera stjórnskipurit fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórn, sé slík starfandi, stjórn spítalans og fagráð þess og leggja tillögu fyrir heilbrigðisráðherra til kynningar.
 • Gera árlega starfs- og ársáætlun fyrir spítalann í samráði við framkvæmdastjórn og stjórn spítalans.
 • Gera áætlanir fyrir spítalann til þriggja ára í senn í samráði við framkvæmdastjórn, stjórn spítalans og í samræmi við ákvæði laga um opinber fjármál nr. 123/2015.
 • Stjórna daglegum rekstri spítalans, ráða starfsmenn og bera ábyrgð á starfsmannahaldi.
 • Tryggja að mönnun sé í samræmi við hlutverk spítalans. 
 • Vinna að nýjungum og umbótum í starfsemi spítalans með gæði þjónustu að leiðarljósi.
 • Stuðla að gæðaþróun og árangursmati í starfi spítalans.
 • Vinna að samhæfingu þjónustuþátta.
 • Vinna að því að spítalinn annist starfsnám í heilbrigðisgreinum í samvinnu við menntastofnanir og aðrar heilbrigðisstofnanir.
 • Efla teymisvinnu og þverfaglegt samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir.
 • Vinna önnur verkefni sem heilbrigðisyfirvöld fela forstjóra.

 

Framkvæmdastjórar klínískra sviða

Björn Rúnar Lúðvíksson, framkvæmdastjóri klínískrar rannsóknar- og stoðþjónustu
Dögg Hauksdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnaþjónustu
Guðný Valgeirsdóttir, framkvæmdastjóri öldrunar- og endurhæfingarþjónustu
Kári Hreinsson, framkvæmdastjóri skurðlækningaþjónustu og skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu (ráðinn tímabundið)
Már Kristjánsson, framkvæmdastjóri lyflækninga- og bráðaþjónustu
Nanna Briem, framkvæmdastjóri geðþjónustu
Vigdís Hallgrímsdóttir, framkvæmdastjóri hjarta- og æðaþjónustu og krabbameinsþjónustu


Framkvæmdastjórar stoðsviða 

Gunnar Ágúst Beinteinsson, framkvæmdastjóri rekstrar og mannauðs
Ólafur G. Skúlason, framkvæmdastjóri hjúkrunar
Svava María Atladóttir, framkvæmdastjóri þróunar
Tómas Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri lækninga (ráðinn tímabundið vegna fjarveru Ólafs Baldurssonar)

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?