Fimm af sex nemendum sem hófu Project Search starfsnám á Landspítala haustið 2022 voru útskrifaðir 1. júní 2023.
Í starfsnámi þessu hefur verið fatlað fólk sem lauk framhaldsskóla fyrir einu ári eða hefur reynslu af vinnu á sérstökum vinnustöðum ætluðum fötluðu fólki. Sjá nánar hér.
Á Landspítala hafa í starfsnáminu verið í boði fjölbreytt störf á ólíkum starfsstöðvum sem nemarnir sinna í 10 vikur í senn. Tilgangurinn er að undirbúa þá fyrir vinnumarkaðinn og að þeir öðlist færni til framtíðar.
Starfsnámið hefur gengið mjög vel, nemarnir hafa átt lærdómsríkan tíma, eignast góða vini og samstarfsfélaga og fengið mikinn stuðning frá sínum leiðbeinendum frá Ás styrktarfélagi sem eru þeim innan handar alla daga.
Þá hefur vinnuframlag nemanna skipt miklu máli, þau verið dugleg og fljót að læra og aðlagast vel nýju starfsumhverfi.