Leit
Loka

Samfélagsgeðteymi

Meginverkefni samfélagsgeðteymisins er að sinna einstaklingum sem þarfnast fjölfaglegrar þjónustu í samfélaginu.

Banner mynd fyrir Samfélagsgeðteymi

Staðsetning: Kleppur (Göngudeild Kleppi)

Þjónustutími: kl. 8.30 - 16:00 virka daga

Sími: 543 4643

Hagnýtar upplýsingar

Meginverkefni samfélagsgeðteymisins er að sinna einstaklingum sem þarfnast fjölfaglegrar þjónustu í samfélaginu.

Samvinna og samstarf er við velferðarþjónustu sveitarfélaga og heilsugæslu.

Teymið er fjölfaglegt. Í því er teymisstjóri sem hefur umsjón með verkaskiptingu og daglegum rekstri teymisins.

Samfélagsgeðteymi

 • Var tilraunaverkefni til 2ja ára
 • Afrakstur hópastarfa og áherslubreytinga á geðsviði
 • Hóf formlega störf 1.mars 2010
 • Stöðugildi í dag 9,0, 11 manns
 • Heyrir beint undir framkvæmdarstjóra geðsviðs á skipuriti

Starfsmenn

 • Geðhjúkrunarfræðingur 1 (teymisstjóri)
 • Hjúkrunarfræðingar 1,9
 • Sjúkraliðar 2,0
 • Geðsjúkraliði 0,8
 • Iðjuþjálfi 1,0
 • Sálfræðingur 0,5
 • Geðlæknir 0,7
 • Deildarlæknir 0,5
 • Ritari 0,6

Markmið 

 • Veita fjölfaglega og einstaklingsmiðaða þjónustu við fólk sem greinst hefur með alvarlegar geðraskanir með geðrofi og aðstandendur þeirra
 • Rjúfa félagslega einangrun og hvetja skjólstæðinga til virkrar þátttöku og ábyrgðar á eigin bata
 • Minnka þörf á innlögnum og stytta innlagnartíma með því að tryggja góðan stuðning og eftirfylgd

Þetta gerum við með því að:

 • Styrkja sjálfsmynd fólks og vald þeirra og val varðandi eigið líf og þau hlutverk sem eru þeim mikilvæg
 • Hvetja fólk til aukinnar ábyrgðar og virkrar þátttöku í bata, meðal annars með sjálfstæðri búsetu utan stofnana og þátttöku í samfélaginu
 • Styðja við fjölskyldu og tengslanet
 • Tryggja að óviðeigandi meðferð sé ekki beitt
 • Greiða leið fólks og tengja við þá þjónustu sem er til boða
 • Eiga viðeigandi samvinnu, veita ráðgjöf og stuðning til annara er starfa í málaflokknum

Markhópur

 • Fólk með alvarlegar geðraskanir með geðrofi í þörf fyrir þétta fjölfaglega þjónustu í samfélaginu og
  aðstandendur þeirra:
  • með aukin og versnandi einkenni, tíðari innlagnir og komur á bráðaþjónustu sl. mánuði 
  • sem brýnt er að tengja við stuðning og þjónustu sem til staðar er í samfélaginu 
  • sem geta ekki notfært sér þá þjónustu sem er í boði, eru óvirkir og félagslega einangraðir
 • Mun ekki sinna þeim sem eru fyrst og fremst með fíknisjúkdóma eða fyrst og fremst með persónuleikaröskun

Hugmyndafræði 

 • Meginmarkmið og gildi Landspítala 
  • Umhyggja- fagmennska-öryggi-framþróun
 • Batahugmyndafræði
  • Gengið er út frá því að bati sé mögulegur, horft á styrkleika og unnið markvisst að því að efla þátttöku fólks í daglegu lífi og ábyrgð þess á bataferlinu
 • ACT (assertive community treatment) áhersla er á þá skjólstæðinga sem mesta þjónustu þurfa, eflingu sjálfstæðis þeirra og endurhæfingu, ótímabundna þverfaglega nálgun á heimavelli með vitjunum, góðu aðgengi að starfsfólki sem er með málstjórahlutverk (case management).

Ferlið

 1. Beiðni: meðferðar aðilar/þjón usta/aðsta ndendur
 2. Teymisstjóri ræðir við beiðnaaðila,kynnir beiðni á teymisfundi og síðan ákveðin matsvitjun
 3. Fær málstjóra/ tengil/ lækni
 4. Tengslamyndun, möt, interRAI, meðferðaráætlun í samvinnu við skjólstæðinga
 5. Vitjanir og þjónusta, endurmat
 6. Aðstandendur
 7. Útskriftarferli

Málstjórahlutverkið

 • Málstjóri samhæfir og samstillir meðferðarferlið frá 1.vitjun til útskriftar
 • Kynnir skjólstæðing í teyminu
 • Skipuleggur þjónustuna í samvinnu við skjólstæðing
 • Skipuleggur samhæfingarfundi og fundi með tengslaneti
 • Sér til þess að samfella sé í meðferð, þrátt fyrir frí í lengri eða skemmri tíma

Vinnulag

 •   Vinnutími teymisins er frá 8-19 virka daga og 11-19 á laugardögum
 • Teymið hefur 3 bíla til afnota
 • Vitjanir
  • Fara fram á heimilum sem og annars staðar í samfélaginu og er markmið þeirra að fylgja eftir Guðbjörg Sveinsdóttir, teymisstjóri samfélaginu og er markmið þeirra að fylgja eftir meðferðaráætlunum
  • Hámark 4 vitjanir á dag pr. mann
  • Flestar á dagvinnutíma og geta verið frá 30 mín. til 2 klst. eða lengur
 • Símtöl
 • Viðtöl og fundir fara fram oft fram á Reynimel
 • Fólk kemur líka í sprautur og lyfjaumsjón á Reynimel

Vinnulag

 • Almennt er skjólstæðingum teymisins sinnt af læknum þess og vísað áfram eftir útskrift
 • Ef viðkomandi óskar eftir að hafa samband við sinn fyrri meðferðaraðila meðan hann er í teyminu er það samkomulagsatriði
 • Ef starfsmenn teymisins meta að skjólstæðingur þurfi innlögn á bráðadeild er haft samband við vakthafandi deildarlækni á geðdeild v. Hringbraut og óskað eftir plássi, síðan við hjúkrunarfræðing innlagnar-deild og sjúklingi fylgt beint inn á deildina

Bæklingur samfélagsgeðteymis  

 

Þjónusta

Samfélagsgeðteymið er til húsa að Reynimel 55 í Reykjavík. Það veitir þjónustu alla virka daga frá kl. 8-19 og á laugardögum frá kl. 11-19. Sími: 543 4643.

Við innritun í teymið fá notendur málstjóra og tengil sem eru ínáanlegir í síma virka daga frá kl. 8-16.

Utan dagvinnutíma til kl. 19 á virkum dögum og á laugardögum frá kl. 11 – 19 er hægt að ná í einhvern starfsmanns teymissins í sama síma.

Utan vinnutíma teymissins bendum við á bráðamóttöku geðsviðs Landspítala í Fossvogi í síma 543 2000.

Sú bráðamóttaka er opin allan sólarhringinn og sinnir öllum bráðavandamálum utan opnunartíma annarar læknisþjónustu.

Ferli– og bráðaþjónusta geðdeildar á Hringbraut er opin frá kl 12-19 á virkum dögum og kl 13-17 um helgar.
Síminn er 543-4050

Hjálparsími Rauða Krossins er 1717 og er opinn allan sólarhringinn.

 

Samfélagsgeðteymi

Samfélagsgeðteymi er þverfaglegt teymi sem veitir einstaklingsmiðaða þjónustu til fólks með geðraskanir.

Í teyminu starfa læknar, hjúkrunarfræðingar, félagsráðgjafi, sálfræðingur, iðjuþjálfi og sjúkraliðar.

Unnið er í náinni samvinnu með öðrum þeim aðilum sem veita einstaklingum með geðræn vandamál þjónustu.

Markhópar

Samfélagsgeðteymið sinnir einstaklingum með alvarlegar geðraskanir sem eru í þörf fyrir þverfaglega meðferð og stuðning.

Teymið mun koma að stuðningi við einstaklinga með alvarlegar geðraskanir sem nýútskrifaðir eru af geðdeildum og þurfa tímabundið þéttan stuðning og eftirlit.

Ljóst er að samfélagsgeðteymið mun ekki geta sinnt einstaklingum sem eru fyrst og fremst með fíknisjúkdóm.

Meðferðaráætlun fyrir hvern einstakling er unnin í upphafi meðferðar og tímalengd meðferðar áætluð.

Meðferðaráætlun er endurskoðuð reglulega. Mikilvægt er að meðferðaráætlun sé virk, lifandi og þróist í takt við bata.

Í samfélagsgeðteymi leggjum við áherslu á að bati er mögulegur.

Til að ná og viðhalda honum eru margar leiðir og eru þær alltaf einstaklingsbundnar.

Mikilvægur þáttur er að horfast í augu við þær hindranir sem fyrir eru og taka ábyrgð á þeim.

Þess vegna leggjum við m.a. áherslu á að fræða einstaklinga um geðræn veikindi og leiðir til að ná og viðhalda bata.

Það getur verið með því að setja sér markmið eins og: að auka virkni, styrkja tengslanet og ná tökum á einkennum sem hindra lífsgæði.

Þetta byggir á samvinnu þar sem von og trú á styrkleika er í brennidepli.

Markmið

Markmið samfélagsgeðteymis:

 • Að veita þverfaglega og einstaklingsmiðaða geðþjónustu
 • Að minnka þörf á innlögnum og stytta innlagnatíma með því að tryggja góðan stuðning og eftirlit
 • Að rjúfa félagslega einangrun og hvetja skjólstæðinga til virkar þátttöku í eigin bata með sjálfstæðri búsetu utan stofnana og virkni í samfélaginu
 • Að greiða leið einstaklinga að viðeigandi þjónustu
 • Að viðhalda og styrkja félagslegt tengslanet einstaklingsins

Höfundur:
Helga Ólafsdóttir

Ábyrgðamenn:
Páll Matthíasson
Guðbjörg Sveinsdóttir

Var efnið hjálplegt?
Takk fyrir
Af hverju ekki?