Leit
Loka

Geðendurhæfingardeild

Banner mynd fyrir  Geðendurhæfingardeild

Hafðu samband

OPIÐAllan sólarhringinn alla daga

Endurhæfingargeðdeildir - mynd

Hér erum við

Kleppi og Laugarásvegi 71

Hagnýtar upplýsingar

Sýna allt

Endurhæfing fólks með geðsjúkdóma fer fram á:

Endurhæfing er samhæft, samfellt og markvisst ferli sem byggir á samvinnu milli notanda, fjölskyldu/aðstandenda og heilbrigðisstarfsfólks.

Lögð er áhersla á að stuðla að auknum lífsgæðum hjá fólki og hvetja til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl.

Meðferðin byggist m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni og ábyrgð fólks til að ná markmiðum sínum.

Þátttaka í samfélaginu, valfrelsi og leið til að þroskast við breyttar aðstæður eru mikilvæg atriði í endurhæfingu geðsviðs.

Símanúmer

Vakt : 543 4212
Deildarstjóri: 543 4210
Yfirlæknir: 543 1000
Sjúklingasími: 543 4011

Sjá nánar um Sérhæfðaendurhæfingargeðdeild >>

Deildin er á 3 og 4 hæð í aðalbyggingu Kleppi.  

Símanúmer

Vakt: 543 4213 og 543 4008

Deildarstjóri: 543 4359

Yfirlæknir: 543 1000

Heimsóknartími er:

15:00 - 17:00 

19:00 - 21:00

Og eftir samkomulagi við vakthafandi hjúkrunarfræðing

 Símatími sjúklinga er:

13:00 - 14:00

16:00 - 17:00

19:00 - 20:00

Sjúklingasími: 543 4359 

Endurhæfingargeðdeild sinnir fólki með langvinnar geðraskanir með áherslu á endurhæfingu geðklofasjúklinga sem veikjast ungir.

Deildin er endurhæfingardeild sem hefur rými fyrir 23 einstaklinga þar af 11 rými fyrir 5 daga þjónustu og síðan tvö dagrými.

Meðferð er einstaklingsmiðuð og er stýrt af fjölfaglegu teymi geðheilbrigðisstarfsfólks.

Lögð er áhersla á að greina líffræðilega, sálræna og félagslega þætti sem stuðla að eða viðhalda geðsjúkdómi eða geðheilsuvanda viðkomandi einstaklings.

Hugmyndafræði meðferðar lýtur að uppfyllingu á grunnþörfum hvers einstaklings þar sem aðstoð til sjálfshjálpar er höfð að leiðarljósi og að hver einstaklingur geti notið hæfileika sinna og styrkleika.

Lögð áhersla á sjálfstæði hvers sjúklings og hann virkjaður í að takast á við athafnir daglegs lífs.


Deildin er til húsa á Laugarásvegi 71 í Reykjavík en hluti starfseminnar er einnig í Víðihlíðinni, vestanmegin við Holtagarða.

Símanúmer

Starfsmiðstöð: 543 4650 og 581 4544

Deildarstjóri: 543 5938

Ritari deildarstjóra: 543 5937

Nánari upplýsingar um Laugarásinn er að finna hér