Reyndur iðjuþjálfi á barna- og unglingageðdeild
Landspítali óskar eftir reyndum og drífandi iðjuþjálfa til starfa á barna- og unglingageðdeild (BUGL). Um er að ræða fullt starf fyrir reyndan og drífandi iðjuþjálfa sem brennur fyrir faglegri framþróun byggt á teymisnálgun og samþættingu við stjórnendateymi deildarinnar. Gert er ráð fyrir svigrúmi í starfshlutfalli svo tími gefist fyrir hvort tveggja klínísk verkefni og þróun. Um er að ræða 80-100% starf með sveigjanleika fyrir bæði klínísk verkefni og þróunarvinnu. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
Á BUGL, er tekið á móti börnum upp að 18 ára aldri sem eiga við geðheilsuvanda að stríða. Þar er veitt sérhæfð fjölskyldumiðuð þverfagleg þjónusta sem miðar að þörfum barna og fjölskyldna þeirra. Unnið er í þverfaglegum teymum og er góð samvinna höfð við fagaðila í nærumhverfi.
Iðjuþjálfi starfar samkvæmt starfslýsingu en meginhlutverk er að meta þörf á iðjuþjálfun og veita ráðgjöf og þjálfun til barna og unglinga, aðstandenda og nærumhverfi. Unnið er að því að styðja við færni við daglegar venjur, eigin umsjá, störf og tómstundir. Starfið byggir á teymisvinnu og samþættingu við stjórnendateymi deildarinnar. Iðjuþjálfar á BUGL starfa á göngu-, dag- og legudeild.
BUGL veitir sérhæfða, fjölskyldumiðaða þjónustu á göngu-, dag- og legudeild og þar er unnið í þverfaglegum teymum með nánu samstarfi við fagaðila í nærumhverfi. Áhersla er lögð á umbætur og stöðuga faglega framþróun, þar sem margvísleg tækifæri eru til að dýpka þekkingu í greiningu og meðferð algengra geðraskana. Iðjuþjálfar fá tækifæri til að sérhæfa sig, þróa starf sitt áfram og öðlast víðtæka reynslu innan fagsins. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á notendamiðaða þjónustu og styttingu biðtíma.
Á BUGL starfa um 100 einstaklingar í fjölskylduvænu starfsumhverfi og á Landspítala starfa rúmlega 30 iðjuþjálfar sem njóta góðrar aðlögunar og starfa þverfaglega með öðrum heilbrigðisstéttum. Þjónustan er í stöðugri framþróun og kapp er lagt á notendamiðaða þjónustu og styttingu biðtíma.
- Er í reglulegu samtali við aðra innan fagsins um nýjungar í faginu, helstu rannsóknir sem varða málaflokkinn og hvað annað sem nýtist faghópnum í að veita framúrskarandi þjónustu. Hann tekur þátt í umbótaverkefnum og innra gæðastarfi iðjuþjálfaþjónustunnar á BUGL
- Sinnir klínískum verkefnum á sinni starfseiningu og tekur virkan þátt í þverfaglegri teymisvinnu
- Vinnur í samræmi við klínískar leiðbeiningar og fyrirmyndarvinnubrögð (e. best practice) iðjuþjálfa við greiningu, kortlagningu, meðferð og árangursmat. Auk þess tekur hann virkan þátt í faglegum verkefnum og gæðastarfi á sinni starfseiningu
- Skipuleggur og tekur þátt í rannsóknum, fræðslustarfi og starfsþjálfun eins og við á. Hann miðlar þekkingu iðjuþjálfa og rannsóknarniðurstöðum í starfi sínu
- Önnur störf sem heyra undir starfsemi BUGL
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Afburða samskiptafærni og samstarfshæfileikar
- Jákvætt hugarfar, metnaður og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Færni til að vinna sjálfstætt, skipuleggja og forgangsraða verkefnum
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Iðjuþjálfi
Tungumálahæfni: íslenska 3/5