Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar á öldrunarlækningadeild K1
Langar þig að takast á við nýjar áskoranir og máta þig við stjórnunarstörf á deild þar sem þú getur haft áhrif og fengið tækifæri til að leyfa þínum faglegu hugmyndum að blómstra? Þá gæti þetta verið draumastarfið þitt!
Við á öldrunarlækningadeild K1 á Landakoti leitum eftir kraftmiklum hjúkrunarfræðingi í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar. Hér er um spennandi tækifæri að ræða fyrir hjúkrunarfræðing þar sem áhersla er á endurhæfingu og að auka lífsgæði einstaklinga eftir bráð veikindi.
Deildin rúmar 16-18 sjúklinga til endurhæfingar og ríkir góður starfsandi og mikil samheldni innan hópsins. Deildin var endurnýjuð 2020 og vinnuaðstæður góðar og deildin vel búin tækjum. Landkot er staðsett í rólegu og rótgrónu hverfi miðsvæðis í Reykjavík, andinn í húsinu er einstakur og nálægð við mannlíf miðborgarinnar er kostur eftir góða vinnudaga. Landakot er inngildandi vinnustaður, þar sem fjölbreytileiki íslensks samfélags fær að njóta sín og mannvirðing er höfð að leiðarljósi.
Sveigjanleiki er í boði varðandi vinnutíma þar sem áhersla er lögð á góð samskipti við samstarfsfólk, skjólstæðinga og aðstandendur.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust strax eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar og mótun liðsheildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum
- Ber ábyrgð á framkvæmd hjúkrunar, rekstri og mönnun deildar í fjarveru deildarstjóra
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi sem og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Leiðir umbótaverkefni og teymisvinnu deildar
- Heldur utan um verknám hjúkrunarnema á deild
- Heildræn hjúkrun og samstarf við sjúklinga og aðstandendur
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Góð íslenskukunnátta
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Sýn og hæfni til að leiða faglega þróun hjúkrunar og gæða- og öryggismál
- Hæfileiki til þverfaglegrar teymisvinnu og sjálfstæði í starfi
- Sveigjanleiki og góð aðlögunarhæfni
- Mjög góð hæfni í samskiptum og jákvætt viðmót
- Frumkvæði og metnaður til að ná árangri
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, aðstoðardeildarstjóri, hjúkrunarfræðingur, endurhæfing
Tungumálahæfni: íslenska 4/5