Iðjuþjálfi á endurhæfingu Grensási
Við óskum eftir iðjuþjálfa í okkar góða hóp á Grensási sem saman stendur af iðjuþjálfum og aðstoðarmönnum. Grensásdeildin bíður upp á endurhæfingu fyrir fjölbreyttan hóp sjúklinga sem eiga það sameiginlegt að hafa tapað færni, tímabundið eða varanlega vegna slyss eða sjúkdóma. Flestir eru með skaða á mið- eða úttaugakerfi. Markmið endurhæfingarinnar er að gera einstaklinginn eins sjálfbjarga líkamlega, andlega og félagslega og geta hans leyfir. Leiðir að þeim markmiðum eru margar og eru unnar í öflugri þverfaglegri teymisvinnu.
Nú stendur yfir uppbygging á Grensási og er stefnt að því að opna nýja iðjuþjálfunardeild snemma árs 2027 með gjörbreyttri og bættri aðstöðu fyrir starfsfólk og sjúklinga. Starfsfólk hefur möguleika á að taka þátt í mótun og framkvæmd nýrrar starfsemi. Jafnframt er gott tækifæri til sérhæfingar innan starfsins.
Í iðjuþjálfun á Landspítala starfa yfir 30 iðjuþjálfar og aðstoðarmenn sem dreifast víða um spítalann. Störf okkar eru fjölbreytt og gefst starfsfólki tækifæri á að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Mikið faglegt starf er unnið og eru ýmsir möguleikar á endurmenntun. Við leggjum mikla áherslu á að taka vel á móti nýju starfsfólki og veita góða aðlögun. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigurbjörgu Hannesdóttur yfiriðjuþjálfa Landspítala og ekki hika við að kíkja í heimsókn til að kynnast starfi okkar betur.
Um er að ræða framtíðarstarf þar sem unnið er í dagvinnu og sveigjanlegur vinnutími í boði. Starfið er 80-100% og er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Ábyrgð á þeirri iðjuþjálfun sem hann veitir og mat á árangri meðferðar
- Skráning og skýrslugerð
- Fræðsla og skipulagning starfa aðstoðarfólks iðjuþjálfa á deild/um
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi/teymi
- Þátttaka í fagþróun
- BS próf í iðjuþjálfun eða sambærilegt próf
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, iðjuþjálfun, endurhæfing,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5