Verkefnastjóri í umhverfismálum
Fasteigna- og umhverfisþjónusta Landspítala auglýsir eftir öflugum verkefnastjóra í umhverfismálum til að styðja við mikilvæga starfsemi á einum stærsta vinnustað landsins.
Starfið felur í sér að taka þátt í þróun og innleiðingu grænnar starfsemi innan spítalans og stuðla að heilbrigðara umhverfi fyrir sjúklinga, starfsfólk og samfélagið í heild. Þetta er spennandi tækifæri til að hafa veruleg áhrif á hvernig ein stærsta heilbrigðisstofnun landsins vinnur að markmiðum sínum í umhverfismálum.
Við leitum eftir einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á umhverfis- og loftlagsmálum til að efla umhverfisstefnu Landspítala. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, ábyrgur og með góða skipulagshæfni ásamt lipurð í mannlegum samskiptum. Verkefnastjóri umhverfismála mun starfa í nánu samstarfi við stjórnendur, starfsfólk og hagaðila innan sem utan spítalans með það að markmiði að stuðla að framþróun og umbótum í þessum mikilvæga málaflokki.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Umsjón og eftirfylgni með úrgangsmálum, flokkun og úrvinnslu
- Þátttaka í þróun og framkvæmd á samgöngumálum innan Landspítalans
- Þátttaka í umsjón og samhæfingu bílastæðamála
- Þátttaka í stefnumótun og umbótaverkefnum á sviði umhverfis- og fasteignaþjónustu
- Skýrslugerð, gagnaöflun og greiningarvinna
- Samstarf við innri og ytri hagaðila
- Önnur tilfallandi verkefni á vegum fasteigna- og umhverfisþjónustu
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. umhverfisfræði, verkfræði, skipulags- eða viðskiptafræði
- Framhaldsmenntun á háskólastigi er skilyrði
- Góð þekking á umhverfismálum, sjálfbærni og skipulagi er æskileg
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Skipulagshæfni, sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Góð færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna í teymi
- Greiningarhæfni ásamt þekkingu á Umfangi 1, 2 og 3 ásamt Grænum skrefum ríkisstofnana er æskileg
- Góð færni í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Umhverfismál, verkefnastjóri
Tungumálahæfni: Íslenska 5/5, enska 4/5