Iðjuþjálfi í átröskunarteymi á Kleppi
Við leitumst eftir iðjuþjálfa í átröskunarteymið okkar á Kleppi. Iðjuþjálfar í geðþjónustu Landspítala vinna eftir hugmyndafræði Líkansins um iðju mannsins (MOHO). Þeir vinna í ýmsum sérhæfðum teymum s.s. þunglyndis- og kvíðateymi, átröskunarteymi, áfallateymi, geðrofsteymi og á sólarhringsdeildum s.s. endurhæfingargeðdeild, réttar- og öryggisgeðdeild og meðferðargeðdeild Laugarási. Geðþjónustan leggur áherslu á að stuðla að auknum lífsgæðum einstaklinga og hvetur til ábyrgðar á eigin hegðun og lífsstíl. Meðferðin byggir m.a. á fræðslu og stuðningi til að auka virkni innan sem utan spítalans. Ekki er þörf á reynslu innan átröskunar og við fögnum bæði reynslumiklum sem og nýútskrifuðum iðjuþjálfum.
Í iðjuþjálfun á Landspítala starfa yfir 30 iðjuþjálfar og aðstoðarmenn sem dreifast víða um spítalann. Störf okkar eru fjölbreytt og gefst starfsfólki tækifæri á að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins. Mikið faglegt starf er unnið og eru ýmsir möguleikar á endurmenntun. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Sigurbjörgu Hannesdóttur yfiriðjuþjálfa Landspítala og ekki hika við að kíkja í heimsókn til að kynnast starfi okkar betur.
Um er að ræða framtíðarstarf þar sem unnið er í dagvinnu og sveigjanlegur vinnutími í boði. Starfið er 100% eða samkvæmt nánara samkomulagi og er laust nú þegar eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Ábyrgð á þeirri iðjuþjálfun sem hann veitir og mat á árangri meðferðar
- Skráning og skýrslugerð
- Fræðsla og skipulagning starfa aðstoðarfólks iðjuþjálfa á deild/um
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi/teymi
- Þátttaka í fagþróun
- BS próf í iðjuþjálfun eða sambærilegt próf
- Íslenskt starfsleyfi sem iðjuþjálfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðhorf
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, iðjuþjálfun, endurhæfing,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5