Starfsmaður í býtibúr og ritarastarf - hlutastarf
Við viljum ráða jákvæðan og þjónustulundaðan liðsmann, með ríka samskipta- og samstarfshæfni, í býtibúr og ritaraþjónustu líknardeildar Landspítala í Kópavogi. Starfið er laust nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er frá kl. 16-20 virka daga og aðra hverja helgi.
Deildin er 12 rúma deild og sinnir sérhæfðri einkennameðferð og lífslokameðferð sjúklinga með krabbamein eða aðra langvinna sjúkdóma. Við leggjum áherslu á að taka vel á móti nýju samstarfsfólki og veita góða aðlögun.
Áhugasömum er velkomið að hafa samband við Ólöfu Ásdísi, deildarstjóra.
- Starf í býtibúri
- Aðstoð við máltíðir sjúklinga
- Pantanir og frágangur á vörum
- Almenn og sérhæfð ritarastörf á deild s.s. móttaka sjúklinga, tímabókanir, símsvörun, upplýsingagjöf, útvegun og frágangur gagna og gagnavinnsla í tölvukerfi Landspítala
- Ábyrgð á daglegum viðfangsefnum deildar samkvæmt verklagi
- Önnur tilfallandi störf í samráði við deildarstjóra
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Góð samskiptahæfni
- Sjálfstæði, skipulögð og öguð vinnubrögð
- Tekur þátt í teymisvinnu
- Tölvufærni
- Góð aðlögunarhæfni
- Þjónustulund og jákvæðni
- Lágmarksaldur umsækjanda er 18 ár
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérhæfður starfsmaður, ritari, skrifstofustörf, eldhússtörf, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5