Starf á saumastofu þvottahúss Landspítala
Leitast er eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingi til að starfa á saumastofu í þvottahúsi Landspítala. Viðkomandi þarf að búa yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika, vinna vel í hóp og eiga auðvelt með að takast á við krefjandi verkefni.
Þvottahús Landspítala er staðsett á Tunguhálsi 2, 110 Reykjavík. Þar starfa um 50 einstaklingar sem sinna þvottaþjónustu við spítalann og aðrar heilbrigðisstofnanir. Þvottahúsið þvær um 7 tonn á dag og er stærsta þvottahús landsins. Þvottahúsið þjónustar allan þvott hvort sem það er starfsmannafatnaður, sjúklingafatnaður eða annað rúmlín.
- Viðgerðir á líni og ásamt öðrum verkefnum á saumastofu
- Reynsla af saumaskap æskileg
- Fagleg og nákvæm vinnubrögð
- Jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Almenn íslensku og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, almenn störf, teymisvinna, önnur störf, saumatæknir
Tungumálahæfni: íslenska 3/5; enska 3/5