Sérfræðilæknir á svefndeild Landspítala
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við svefndeild Landspítala. Um fullt starf er að ræða en lægra starfshlutfall getur þó komið til greina. Upphaf starfa er 1. desember 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
Meginviðfangsefni deildarinnar er greining og meðferð sjúklinga með svefntengda sjúkdóma. Sérfræðilæknar í svefnlækningum, lungnalækningum, taugalækningum, geðlækningum, háls-nef og eyrnalækningum eða öðrum sérgreinum sem hafa þekkingu á túlkun og úrlestri svefnrannsókna og greiningu og meðferð svefntengdra sjúkdóma koma til greina.
Megin kunnáttusvið og hæfni sem þarf til starfsins eru túlkun polysomnografiurannsókna og vökurannsókna (e. vigilance studies) sem og greining og meðferð margra mismunandi svefnraskana svo sem svefntengdra öndunarraskana, dægursveiflusjúkdóma, hypersomniu- og parasomniusjúkdóma auk insomniu, svefntengdra hreyfitruflana og fleira.
- Úrlestur svefnrannsókna, þar með talið polysomnografiu, og upplýsingagjöf til sjúklinga
- Ráðgjöf og meðferð við sjúkdómum sem tengjast svefni hjá inniliggjandi- og göngudeildarsjúklingum
- Klínískt eftirlit með meðferð
- Innstilling svefnöndunartækja og eftirlit með meðferð, hjá einstaklingum með grímumeðferð sem og meðferð um barkarauf
- Þátttaka í þróun svefnrannsóknarferla á landsvísu
- Þjónusta göngudeildarsjúklinga með flókna sjúkdómsmynd
- Þátttaka í kennslu heilbrigðisstarfsmanna
- Þátttaka í rannsóknarstarfi
- Þátttaka í vöktum ræðst af sérgrein
- Íslenskt sérfræðileyfi í viðeigandi sérgrein
- Þekking, reynsla og áhugi á svefnháðum sjúkdómum
- Reynsla af vinnu í svefnrannsóknareiningu
- Þekking og reynsla af klínísku starfi
- Góðir samskiptahæfileikar
- Góð íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.3 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu, gæðavinnu og stjórnunarstörfum
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5, enska 4/5