Sjúkraþjálfari á Landspítala við Hringbraut
Vilt þú verða hluti af öflugum og samheldnum hópi sjúkraþjálfara þar sem fagmennska, fjölbreytni og þverfaglegt samstarf ríkir?
Þetta er kjörið tækifæri fyrir áhugasaman sjúkraþjálfara sem vill dýpka þekkingu sína, auka starfsreynslu og vinna í nærandi og fjölbreyttu starfsumhverfi. Við hvetjum bæði reynslumikinn sjúkraþjálfara sem og nýútskrifaðan til að sækja um. Meðal þeirra deilda sem við störfum á eru: hjartadeild, hjarta- og lungnaskurðdeild, almenn kviðarholsskurðdeild, krabbameinsdeild, gjörgæsla, barnadeild og kvennadeild.
Góð aðlögun er í boði fyrir nýtt starfsfólk og tryggjum við handleiðslu frá reyndum sjúkraþjálfurum. Einnig er lögð rík áhersla á fagþróun og símenntun, þátttöku í rannsóknum og öflugt þverfaglegt samstarf.
Vellíðan starfsfólks er í forgrunni og hlúð er að jákvæðu og hvetjandi starfsumhverfi. Boðið er upp á 36 stunda vinnuviku í 100% starfi með það að markmiði að stuðla að betri heilsu og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Einnig eru í boði samgöngusamningur og önnur starfstengd fríðindi.
Starfið er dagvinna á virkum dögum en að lokinni aðlögun er möguleiki á að taka að sér gæsluvaktir á kvöldin og um helgar. Um er að ræða 80-100% starfshlutfall og er starfið laust nú þegar.
- Skoðun, mat og meðferð sjúklinga
- Skráning í sjúkraskrárkerfi
- Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda
- Þátttaka í þverfaglegu teymi
- Virk þátttaka í faglegri þróun
- Íslenskt starfsleyfi sem sjúkraþjálfari
- Faglegur metnaður og ábyrgð
- Góð samskiptahæfni og jákvætt viðmót
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sjúkraþjálfun, endurhæfing
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5