Skrifstofumaður - Lyflækningar krabbameina
Við leitum eftir öflugum skrifstofumanni til fjölbreyttra og sérhæfðra starfa á skrifstofu lyflækninga krabbameina. Starfið felur í sér mikil samskipti og fjölbreytt og krefjandi verkefni. Unnið er í teymi með sérfræðilæknum í krabbameinslækningum og öðru starfsfólki einingarinnar og er skrifstofumaður þjónustunnar mikilvægur hluti teymisins.
Starfshlutfall er 80-100%, unnið er í dagvinnu og er starfið laust frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu er 36 stundir. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Umsjón og skráning gagna í Heilsugátt og almenn skrifstofustörf
- Þátttaka i teymisvinnu
- Skipuleggja og hafa yfirsýn yfir fundi, vinnustofur og aðra viðburði innan sérgreinarinnar
- Svörun ráðgjafarsíma í samvinnu við hjúkrunarfræðing og sérfræðilækna
- Upplýsingagjöf og samskipti við sjúklinga, starfsfólk og stofnanir
- Þátttakandi í þróun upplýsingatækni við ritun í rafræna sjúkraskrá þjónustunnar
- Vinna að verkefnum tengdum klínískri skráningu
- Samvinna og samstarf við aðrar sérgreinar
- Ýmis verkefni fyrir sérfræðinga og fagfólk sérgreinarinnar
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Starfsreynsla úr tengdri starfsemi er kostur
- Öguð, sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Gott vald á íslensku og ensku
- Góð tölvuþekking og færni í helstu tölvuforritum
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, skrifstofumaður, skrifstofustörf, ritari, teymisvinna
Íslenska 4/5, enska 4/5