Skrifstofustarf hjá ræstingaþjónustu
Rekstrar- og mannauðssvið Landspítala auglýsir laust til umsóknar skrifstofustarf innan ræstingaþjónustu. Leitað er að jákvæðum og ábyrgum einstaklingi sem býr yfir lipurð í mannlegum samskiptum, stundvísi og heiðarleika.
Ræstingaþjónusta Landspítala starfar eftir skipulagi sem tryggir að húsnæði spítalans sé ávallt til fyrirmyndar og að ræstingar uppfylli skilgreinda gæðastaðla. Viðkomandi mun starfa í nánu samstarfi við deildarstjóra, teymisstjóra og ræstingastjóra til að tryggja skilvirka og faglega þjónustu.
Um er að ræða 50% starf í dagvinnu og er starfið laust samkvæmt samkomulagi.
- Yfirfara og staðfesta reikninga
- Annast pantanir
- Sinna almennum skrifstofustörfum á vegum deildar
- Menntun sem nýtist í starfi
- Jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Góð færni í mannlegum samskiptum og rík þjónustulund
- Sjálfstæð vinnubrögð og geta til að starfa í teymi
- Góð kunnátta í íslensku og ensku
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Tungumálakunnátta; íslenska 5/5, enska 4/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, skrifstofustarf, teymisvinna, ræstingar