Aðstoðardeildarstjóri hjúkrunar - Vöknun Hringbraut
Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með afburða samskiptahæfni í starf aðstoðardeildarstjóra hjúkrunar á vöknunardeild við Hringbraut. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er í góðu samstarfi við þverfagleg teymi fjölmarga aðra fagmenn spítalans. Um er að ræða 100% starf og er starfið laust frá 1. október 2025 eða eftir nánara samkomulagi.
Á vöknun starfa 6 sjúkraliðar og um 40 hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Vöknun hefur aðsetur á þremur stöðum, E6 Fossvogi, 12A Hringbraut og 23A kvennadeild. Deild 12A þjónar börnum og fullorðnum eftir svæfingar og slævingar við skurðaðgerðir og önnur inngrip. Deild 23A sinnir vöktun eftir keisara og kvennsjúkdómaaðgerðir. Deildin er opin allan sólarhringinn, flestir sjúklingar koma eftir skipulagðar aðgerðir á dagvinnutíma en deildin tekur einnig á móti sjúklingum eftir bráðaaðgerðir á kvöldin, nóttunni og um helgar. Vöknun heyrir undir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu.
- Sérstök ábyrgð á tilteknum verkefnum sem deildarstjóri felur
- Er leiðandi í framþróun hjúkrunar á deildinni, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi á deildinni
- Skipuleggur starfsemi deildarinnar í samráði við deildarstjóra
- Ber ábyrgð á rekstri og mönnun deildarinnar í fjarveru deildarstjóra
- Vaktaskýrslugerð og vaktstjórn
- Þátttaka í stjórnendateymi vöknunar í ýmsum verkefnum tengdum stjórnun, rekstri, þjónustu og mannauðsmálum
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Starfsreynsla sem hjúkrunarfræðingur
- Reynsla af forystu og/ eða stjórnun er kostur
- Framhaldsmenntun í hjúkrun og/ eða önnur framhaldsmenntun á háskólastigi sem nýtist í starfi er kostur
- Færni í samskiptum og leiðtogahæfni
- Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
- Leiðtogahæfni og áhugi á stjórnun
- Mjög góð íslenskukunnátta í mæltu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri hjúkrun, hjúkrun, stjórnun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5