Líffræðingur - sameindameinafræði - meinafræðideild
Við leitum að metnaðarfullum líffræðingi sem hefur áhuga á að vinna við þjónustugreiningar á krabbameinsæxlum og öðrum sýnum sem byggja á aðferðum sameindalíffræðinnar. Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs frá 1. október 2025 eða eftir samkomulagi.
Rannsóknastofa í sameindameinafræði er hluti af meinafræðideild. Á rannsóknastofunni sjáum við um klínískar þjónusturannsóknir á æxlum og eru niðurstöðurnar nýttar til sjúkdómsgreininga og ákvarðanatöku um meðferð sjúklinga.
Auk fjölbreyttra þjónusturannsókna eru stundaðar vísindarannsóknir á tilurð og framvindu krabbameina og áhrif stökkbreytinga á meðferð sjúklinga.
- Undirbúningur og framkvæmd þjónusturannsókna sem byggjast aðallega á háhraðaraðgreiningum en einnig öðrum aðferðum sameindalíffræðinnar
- Skráning upplýsinga í tengslum við móttekin sýni og niðurstöður rannsókna
- Þátttaka í daglegum rekstri rannsóknastofunnar og utanumhald
- Þátttaka í endurskoðun og skráningu verkferla innan rannsóknastofunnar í tengslum við innleiðingu gæðastaðla á rannsóknasviði spítalans
- Nákvæmni, vandvirkni og skipulögð vinnubrögð
- Jákvæður og lausnamiðaður hugsunargangur
- Góð skrifleg og munnleg færni í íslensku og ensku
- Góð kunnátta í Office pakkanum er kostur, sérstaklega Excel og sambærilegum forritum
- Íslenskt starfsleyfi á heilbrigðissviði sem líffræðingur er kostur
- Reynsla af vinnu í gæðastöðluðu umhverfi er kostur
- Meistarapróf í sameindalíffræði er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Líffræðingur
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5