Sérfræðilæknir á Sýkla- og veirufræðideild (SVEID)
Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis á Sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Starfshlutfall er 100%, nema að um annað sé samið. Skilyrði er sérfræðiþekking í sýkla- og/ eða veirufræði. Umsækjanda er gefinn kostur á því að helga sig annað hvort sýkla- eða veirufræði eða hvoru tveggja (sem væri æskilegt). Unnið er í dagvinnu og á bakvöktum með viðveru um helgar. Starfið laust eftir samkomulagi.
Sýkla- og veirufræðideild er þjónustu- og tilvísunarrannsóknastofa fyrir Ísland á sviði bakteríu-, veiru-, sveppa- og sníkjudýrafræði. Deildin vinnur með sóttvarnarlækni og öðrum heilbrigðisstofnunum að bættri lýðheilsu og öflun faraldsfræðilegra gagna. Jafnframt sinnir deildin menntun heilbrigðisstarfsfólks og vísindarannsóknum.
Veirufræðihluti deildarinnar er staðsettur í Ármúla 1a, en sýklafræðihlutinn er að mestu leyti staðsettur á lóð Landspítala við Barónsstíg.
Á deildinni starfa um 80 einstaklingar, þar af eru nú átta sérfræðilæknar í tæpum sjö stöðugildum og tveir sérfræðilæknar í tímavinnu. Einn almennur læknir er á deildinni, en til stendur að ráða fleiri.
- Almenn sérfræðilæknisstörf á Sýkla- og veirufræðideild
- Þátttaka í faglegri umsjón sérfræðilækna með starfseiningum deildarinnar
- Val, þróun og innleiðing nýrra rannsókna/ greiningaaðferða í samráði við yfirlækni og aðra stjórnendur
- Frumkvæði og þátttaka í gæðastjórnun
- Túlkun og staðfesting rannsóknarniðurstaðna
- Almenn ráðgjöf á sviði sýkla- og veirufræði til starfsfólks Landspítala og til annarra stofnana og fagaðila
- Þátttaka í vöktum sérfræðilækna (bakvaktir með viðveru á hátíðisdögum og um helgar)
- Kennsla og leiðsögn í faginu fyrir heilbrigðisstarfsfólk og nema
- Þátttaka í vísindarannsóknum tengdum viðkomandi sérgreinum er æskileg
- Önnur verkefni sem taka mið af þekkingu og reynslu viðkomandi
- Íslenskt sérfræðileyfi í sýkla- og/ eða veirufræði eða uppfyllt skilyrði um íslenskt sérfræðileyfi, sem aflað yrði hið fyrsta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Þekking og reynsla af veirufræði og/ eða bakteríu-, sveppa-og sníkjudýrafræði
- Þekking og reynsla af gæðastjórnunarkerfi
- Hæfni í mannlegum samskiptum
- Mikilvægt er að umsækjendur geti unnið sem hluti af teymum, en geti líka starfað sjálfstætt að verkefnum.
- Þekking og reynsla af gæða-, öryggis- og umbótastarfi er æskileg
- Reynsla af kennslu og vísindastörfum er æskileg kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.3 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
- Fyrri störf, menntun og hæfni
- Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
- Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum
- Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu, gæðavinnu og stjórnunarstörfum
- Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed
- Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið
Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5, enska 4/5