Sérhæfður starfsmaður í glasaþvotti á sýkla- og veirufræðideild
Við leitum eftir jákvæðum, sjálfstæðum og lausnarmiðuðum einstaklingi til starfa á sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Starfið er tímabundið til hálfs árs. Starfshlutfall er 80% og vinnutími er eftir samkomulagi.
Deildin heyrir undir rannsóknarþjónustu og fara þar fram greiningar, vísindarannsóknir, ráðgjöf og kennsla heilbrigðisstétta í faginu. Á deildinni starfa yfir 95 einstaklingar í þverfaglegu teymi og veita fjölbreytta og umfangsmikla þjónustu allan sólarhringinn við greiningar sýkinga af völdum baktería, veira, sveppa og sníkjudýra, auk rannsókna, ráðgjafar og kennslu heilbrigðisstétta í sýkla- og veirufræði.
Góður starfsandi er ríkjandi sem einkennist af vinnugleði og metnaði og markvisst er unnið að umbótum á deildinni. Við tökum vel á móti nýju samstarfsfólki.
- Glasaþvottur og vinna við sótthreinsun og frágangur á sóttmenguðum úrgangi
- Vinna við gufusæfiofn
- Sérhæfð verkefni sem heyra undir starfsemi deildarinnar
- Frágangur og stuðningur við aðra starfsemi deildarinnar
- Góð skipulagshæfni, frumkvæði, sjálfstæði og öguð vinnubrögð
- Jákvætt viðmót, lipurð í samskiptum og fagleg framkoma
- Hæfni til að starfa í teymi
- Góð íslensku- og/ eða enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerking: Heilbrigðisþjónusta, sérhæfður starfsmaður, teymisvinna.
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5