Sjúkraliði á skilunardeild
Við viljum ráða áhugasaman og metnaðarfullan sjúkraliða til starfa á skilunardeild Landspítala við Hringbraut. Skilunardeildin er spennandi og faglega krefjandi vinnustaður þar sem unnið er náið með sjúklingum í tæknilegu umhverfi. Á deildinni fer fram blóðskilun en einnig kennsla, þjálfun og eftirlit sjúklinga í kviðskilun, en þessar meðferðir eru lífsnauðsynlegar fyrir einstaklinga með lokastigsnýrnabilun. Starf sjúkraliða á skilunardeild felur í sér mjög fjölbreytta hjúkrun og mikil tækifæri.
Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi og góðu starfsumhverfi. Opnunartími deildarinnar er frá kl. 8:00-20:00 virka daga og kl. 8:00-15:00 um helgar. Unnið er á tvískiptum vöktum og bakvaktir eru utan opnunartíma. Skjólstæðingar deildarinnar eru um 100 talsins og á öllum aldri. Nýráðinn sjúkraliði hjá okkur fær góða þjálfun, kennslu og eftirfylgni af reyndu starfsfólki í 8-12 vikur.
Við bjóðum upp á gott starfsumhverfi með fjölskylduvænum vinnutíma, fyrsta flokks mötuneyti og niðurgreiddar máltíðir, nýuppgerða kaffistofu og svalir með rándýru útsýni.
- Virk þátttaka í skilunarmeðferð sjúklinga
- Ábyrgð á eftirliti og eftirfylgni með sjúklingi í skilunarmeðferð, í samvinnu við hjúkrunarfræðinga
- Alhliða hjúkrun sjúklinga með langvinna eða bráða nýrnabilun og fjölskyldur þeirra
- Skráning hjúkrunar, í samræmi við gæðaviðmið Landspítala
- Þverfagleg teymisvinna
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Reynsla í starfi sjúkraliða
- Faglegur metnaður, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
- Jákvætt viðmót og góð samskiptahæfni
- Áhugi á að starfa í krefjandi og fjölbreyttu starfsumhverfi
- Góð íslenskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sjúkraliði, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 3/5