Ráðgjafar/ stuðningsfulltrúar á öryggis- og réttargeðdeild
Við viljum ráða til starfa öfluga liðsmenn á öryggis- og réttargeðdeild Landspítala. Við leitum að starfsfólki sem hefur brennandi áhuga á að styðja fólk með alvarlegan geðrænan vanda.
Öryggisgeðdeildin er átta rúma og sinnir sérhæfðri meðferð og endurhæfingu sjúklinga með alvarlegar geðraskanir. Réttargeðdeildin er 8 rúma deild sem veitir sérhæfða meðferð og umönnun einstaklinga sem hafa verið dæmdir ósakhæfir samkvæmt 15.gr hegningarlaga.
Meðferðarnálgun deildanna er fjölþætt og ræðst af þörfum og getu hvers og eins sjúklings. Meginmarkmið meðferðarinnar er að sjúklingar fái þá meðferð og endurhæfingu sem er nauðsynleg til þess að þeir geti komist aftur út í samfélagið.
Vinnuvika starfsfólks er 36 stundir sem geta orðið færri eftir samsetningu vakta hjá vaktavinnufólki. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
Starfshlutfall er 80-100% eða eftir samkomulagi, unnið er í vaktavinnu og eru störfin laus frá 1. október 2025 eða eftir samkomulagi.
- Stuðlar að öryggi sjúklinga og starfsfólks með því að framfylgja verklagi og vera virkur þátttakandi í varnarteymiverkefnum
- Virk þátttaka í hjúkrun og meðferð inniliggjandi sjúklinga
- Styður sjúkling til daglegrar virkni, framfylgir meðferðasamningum og hjúkrunaráætlunum
- Þátttaka í þverfaglegu samstarfi
- Hefur umsjón með ýmsum störfum sem snúa að daglegum rekstri deildar
- Þátttaka í umbótastarfi og þróun þjónustunnar
- Stuðlar að góðum starfsanda
- Góð samstarfshæfni og mjög mikil færni í samskiptum
- Menntun sem nýtist í starfi er kostur
- Reynsla af vinnu með einstaklingum með geðrænan vanda er kostur
- Reynsla af vinnu á geðdeild er kostur
- Áhugi á starfi með fólki með alvarlega geðræna sjúkdóma er skilyrði
- Jákvætt hugarfar, frumkvæði og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta bæði í mæltu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, ráðgjafi/ stuðningsfulltrúi, starfsmaður, almenn störf,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5