Verkefnastjóri við opinber innkaup lyfja á Landspítala
Ertu jákvæður, lausnamiðaður og þjónustulipur einstaklingur með yfirgripsmikla þekkingu og reynslu í lyfjamálum?
Innkaupadeild Landspítala leitar að öflugum skipulögðum og áhugasömum verkefnastjóra til samstarfs við lyfjateymi innkaupadeildar við opinber innkaup lyfja. Mögulega mun viðkomandi einnig koma að opinberum innkaupum á fleiru en lyfjum. Við leitum að einstaklingi sem hefur góða skipulagshæfni og áhuga á að skapa árangur.
Innkaupadeild Landspítala heyrir undir rekstrar- og mannauðssvið Landspítala en helstu verkefni deildarinnar eru útboð, verðfyrirspurnir, samningskaup, samningar, eftirfylgni samninga og samningastjórnun. Verkefnastjóri við opinber innkaup lyfja á Innkaupadeild er í miklum samskiptum við hagaðila lyfjamála innan Landspítala, Lyfjastofnun og lyfjabirgja.
- Vinna við undirbúning og úrvinnslu á lyfjaútboðum og fl.
- Vinna við verðfyrirspurnir og samningskaup lyfja og fl.
- Samningagerð og eftirfylgni eftir opinber innkaup
- Vinna með hagaðilum Lyfjamála innan Landspítala
- Greina tækifæri til hagkvæmustu innkaupa
- Aðkoma að gerð ferla og verklagsreglna um opinber innkaup
- Þátttaka í norrænni samvinnu í lyfjamálum á vegum ¿Nordisk Lægemiddelforum¿
- Háskólapróf sem nýtist í starfi, háskólapróf í lyfjafræði er mikill kostur
- A.m.k. 3-5 ára starfsreynsla
- Viðbótarmenntun í viðskiptafræði, hagfræði eða lyfjahagfræði er kostur
- Þekking á lyfjamarkaðnum og reglugerðum um verðlagningu lyfja
- Áhugi á innkaupum og hagræðingu í lyfjainnkaupum
- Þekking og eða áhugi á umhverfismálum
- Þekking og eða reynsla á opinberum innkaupum er kostur
- Reynsla af verkefnastjórnun er kostur
- Mikil tölvufærni
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í töluðu og rituðu máli,
- Þekking á norðurlandamáli er mikill kostur
- Skipulögð, nákvæm og öguð vinnubrögð
- Öflugur liðsmaður og jákvætt viðmót
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Tungumálakunnátta; íslenska 5/5, enska 4/5, norðurlandamál 3/5
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, verkefnastjóri, lyfjafræðingur, innkaupafulltrúi, skrifstofustarf