Hjúkrunarnemar á 3.-4. ári með áhuga á geð- og fíknisjúkdómum
Hefur þú áhuga á geð- og fíknisjúkdómum og að starfa í umhverfi þar sem lögð er áhersla á starfsþróun, fagmennsku, samvinnu og góðan starfsanda?
Við leitum eftir áhugasömum 3.-4. árs hjúkrunarnemum sem vilja efla sig á sviði hjúkrunar einstaklinga með geð- og fíknisjúkdóma. Starfsumhverfi deildarinnar er spennandi, krefjandi, umbótamiðað og skemmtilegt. Fjölmörg tækifæri eru til faglegrar þróunar. Það eru spennandi tímar í geðhjúkrun og mikil áhersla er á eflingu hjúkrunar. Boðið er upp á einstaklingsmiðaða og góða aðlögun í starfi. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi og tekið er tillit til námsins við skipulag vakta.
Markhópur deildarinnar eru einstaklingar með tvíþættan vanda; alvarlega geðsjúkdóma og alvarlegan vímuefnavanda. Bráðalegudeild geð- og fíknisjúkdóma heyrir undir meðferðareiningu geð- og fíknisjúkdóma en undir eininguna heyra einnig dagdeild (Teigur), göngudeild, vettvangsgeðteymi (Laufey) og afeitrunardeild ólögráða ungmenna.
- Hlutverk og ábyrgð í samræmi við starfslýsingar hjúkrunarnema eftir lengd náms
- Meta hjúkrunarþarfir og veita viðeigandi hjúkrunarmeðferð
- Samskipti, stuðningur og fræðsla fyrir aðstandandendur
- Virk þátttaka í þverfaglegu samstarfi
- Stuðla að góðum samstarfsanda
- Hjúkrunarnemi á 3.-4. ári
- Færni í samskiptum, samviskusemi og umburðarlyndi
- Jákvætt hugarfar, frumkvæði í starfi og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarnemi, hjúkrun,
Tungumálahæfni: Íslenska 3/5, enska 3/5