Næringarfræðingur á Næringarstofu
Næringarstofa Landspítala auglýsir laust til umsóknar starf næringarfræðings.
Um er að ræða fullt starf sem unnið er í dagvinnu, 80-100%. Vinnuvika starfsfólks í fullri dagvinnu (100%) er nú 36 stundir vegna styttingu vinnuvikunnar. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf. Starfið er laust frá 1. ágúst 2025 eða samkvæmt samkomulagi.
Á Næringarstofu starfar öflugur hópur næringarfræðinga í nánu samstarfi við aðrar fagstéttir á flestum deildum spítalans. Veitt er sérhæfð næringarmeðferð samkvæmt verkferli NCP fyrir sjúklinga á bráða, legu- og göngudeildum Landspítala. Markvisst er unnið að umbótum og framþróun. Öflugt rannsóknarstarf fer fram á Næringarstofu í samstarfi við háskóla og stofnanir innanlands og erlendis auk þess sem boðið er upp á starfsþjálfun í klínískri næringarfræði.
Við leitum eftir metnaðarfullum liðsmanni, með góða skipulags- og samskiptahæfni, sem hefur áhuga á fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi.
- Umsjón með næringarmeðferð og ráðgjöf
- Þátttaka í teymisvinnu
- Gerð fræðsluefnis fyrir sjúklinga og aðstandendur og endurskoðun
- Þátttaka í faglegu gæðastarfi Næringarstofu
- Leiðsögn nemenda í klínísku námi
- Íslenskt starfsleyfi sem næringarfræðingur
- Reynsla af klínískri vinnu á legudeildum spítala er skilyrði
- Faglegur metnaður og ábyrgð í starfi
- Skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Samskiptahæfni, jákvæðni og sveigjanleiki
- Íslenskukunnátta er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, næringarfræðingur, teymisvinna
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3/5