Sjúkraliði á legudeild lyndisraskana Kleppi
Áhugasamur og metnaðarfullur sjúkraliði óskast til starfa á legudeild lyndisraskana Kleppi. Deildin er opin 12 rúma legudeild og sinnir meðferð einstaklinga með lyndisraskanir og fjölþættan vanda. Deildin vinnur einnig í nánu samstarfi við meðferðarteymi göngudeildar lyndisraskana. Á deildinni er unnið fjölbreytt og sérhæft starf sem einkennist af góðum starfsanda, virkri og stöðugri framþróun og í boði eru ótal tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun.
Við leitum eftir jákvæðum og ábyrgum einstaklingum með mjög góða samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að búa yfir skapandi hugsun og hafa metnað og áhuga á að starfa við endurhæfingu.
Um er að ræða 80-100% starf sem er laust frá 1. september 2025 eða eftir nánara samkomulagi. Unnið er á breytilegum dag-, kvöld- og helgarvöktum.
Við hvetjum öll til að sækja um og áhugasamir geta haft samband við Díönu deildastjóra fyrir nánari upplýsingar.
- Samskipti, hvatning, leiðbeiningar og víðtækur stuðningur
- Virk þátttaka í þverfaglegu teymi
- Hjúkrun, umönnun og stuðningur við sjúklinga í samvinnu við aðra fagaðila
- Fylgir einstaklingum eftir í daglegri virkni, framfylgir meðferðarsamningum og meðferðaráætlunum og ber ábyrgð á ákveðnum skráningum
- Tekur þátt í meðferðarvinnu í samráði við teymi sjúklings
- Tekur þátt í og sér um að fyrirliggjandi dagskrá deildar hverju sinni sé framfylgt
- Umsjón með fjölbreyttum og sérhæfðum verkefnum í samráði við deildastjóra
- Stuðlar að góðum samstarfsanda
- Íslenskt sjúkraliðaleyfi
- Áhugi á að starfa með einstaklingum með geðraskanir skilyrði
- Starfsreynsla af geðhjúkrun er kostur
- Jákvætt viðhorf, frumkvæði og góðir samskiptahæfileikar
- Hæfni og vilji til að vinna í þverfaglegu teymi
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslenskukunnátta, bæði í mæltu og rituðu máli, viðbótartungumálakunnátta er kostur
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: heilbrigðisþjónusta, sjúkraliði, hjúkrun, teymisvinna
Tungumálahæfni: Íslenska 4/5