Verkefnastjóri á verkefnastofu
Verkefnastofa Landspítala leitar eftir öflugum og framsýnum verkefnastjóra til að leiða fjölbreytt verkefni. Verkefnastofa er í fararbroddi í umbótarstarfi spítalans og stýrir innleiðingu á stafrænum lausnum, umbótaverkefnum, vinnustofum o.fl. Verkefnastofa Landspítala vinnur samkvæmt aðferðafræði faglegrar verkefnastjórnunnar og þar vinna um 15 verkefnastjórar. Teymið vinnur þvert á allan spítalann og styður stjórnendur og annað starfsfólk m.a. við að bæta þjónustu við sjúklinga, bæta vinnuumhverfi og draga úr sóun.
Ef þú hefur áhuga á að hafa áhrif og stýra verkefnum sem móta heilbrigðisþjónustu framtíðar á Íslandi, þá gæti þetta verið starf fyrir þig.
Starfshlutfall er 100% og er starfið laust 1. ágúst 2025 eða samkvæmt nánara samkomulagi.
- Vinna samkvæmt ferlum og verklagi verkefnastofu við verkefnastjórnun, svo sem áætlanagerð, utanumhald með verkefnahóp og hagsmunaaðila, stýra verkefni skv. áætlunum, skrá framvindu verkefna o.fl.
- Leiðtogi í verkefnavinnu: er fyrirmynd í stöðugum umbótum, leiðir fjölbreytt verkefni og stuðlar að því að þau nái settum markmiðum. Verkefnastjóri styður við að verkefni séu valin í samræmi við stefnumótandi markmið. Styður við stjórnendur við val og mótun verkefna, þarfagreiningar og forgangsröðun.
- Þverfagleg samvinna: vinnur náið með framkvæmdastjórum, stjórnendum og hagsmunaaðilum þvert á spítalann og stuðlar að menningu samstarfs, umbóta og nýjunga. Stuðlar að samlegðaráhrifum verkefna og afurða þvert á spítalann og að skilvirkum samskiptum og upplýsingaflæði til hagsmunaaðila.
- Gæði og öryggi: tryggir að unnið sé samkvæmt stjórnarháttum verkefnastofu, að verkefni skili mælanlegum niðurstöðum og öryggi sjúklinga og starfsfólks sé ávallt haft að leiðarljósi í verkefnavinnu.
- Háskólamenntun á sviði verkefnastjórnunnar er skilyrði
- Reynsla í faglegri verkefnastjórnun í hlutverki verkefnastjóra
- Reynsla í að stilla upp og vinna með árangurmælikvarða
- Reynsla af verkefnastjórnun innan heilbrigðisgeirans er kostur.
- Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í rituðu og töluðu máli.
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, verkefnastjóri, verkefnastjórnun, sérfræðistörf
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 4/5