Aðstoðarmaður á pípulagningaverkstæði - Tæknideild Landspítala
Tæknideild Landspítala óskar eftir öflugum og jákvæðum aðstoðarmanni til starfa á pípulagningaverkstæði spítalans. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í öflugu teymi pípara sem sinna viðhaldi og minni framkvæmdum á stærstu heilbrigðisstofnun landsins.
Á einingunni starfa um átta manns auk verktaka og nú leitum við að ábyrgum einstaklingi sem hefur áhuga á handverki, viðhaldi og skipulögðu vinnuumhverfi.
Landspítalinn er um 170.000 fermetrar og innviðir hans fela í sér umfangsmikil lagnakerfi og tæki sem krefjast reglubundins viðhalds. Um er að ræða 100% starf og er það laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
- Aðstoð við pípara í daglegum verkefnum
- Vinna samkvæmt viðhaldslista á deildum spítalans
- Skráning og eftirfylgni með viðhaldi á hreinlætistækjum og hitabúnaði samkvæmt viðhaldskerfi
- Umsjón með birgðahaldi og tiltekt á lagerum
- Ýmis verkefni sem tengjast daglegum rekstri og starfsemi pípulagningaverkstæðisins
- Þekking og/eða reynsla af sambærilegu starfi er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð kunnátta í íslensku, bæði í rituðu og töluðu máli
- Góð skipulagshæfni og færni í mannlegum samskiptum
- Góð öryggisvitund og vandvirkni í vinnubrögðum
- Gilt ökuskírteini er skilyrði
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Tungumálakunnátta: Íslenska 4/5, enska 3/5
Starfsmerkingar: Iðnaðarstörf, verkstæði, pípulagnir