Hjúkrunarfræðingur á vöknun í Fossvogi
Við óskum eftir að ráða metnaðarfullan hjúkrunarfræðingi til starfa á vöknun í Fossvogi.
Vöknun er frábær vinnustaður þar sem samvinna, faglegt starf og öryggi sjúklinga eru höfð að leiðarljósi. Starfshlutfall er 80-100% og er starfið laust frá 1. september 2025. Unnið er á þrískiptum vöktum.
Nýtt starfsfólk fær þjálfun eftir þörfum hvers og eins með reyndum hjúkrunarfræðingi.
Á vöknun starfa 6 sjúkraliðar og um 40 hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt og krefjandi verkefni í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Vöknun hefur aðsetur á þremur stöðum, E6 Fossvogi, 12A Hringbraut og 23A kvennadeild. Deild E6 þjónar börnum og fullorðnum eftir svæfingar og slævingar við skurðaðgerðir og önnur inngrip. Deildin er opin allan sólarhringinn, flestir sjúklingar koma eftir skipulagðar aðgerðir á dagvinnutíma en deildin tekur einnig á móti sjúklingum eftir bráðaaðgerðir á kvöldin, nóttunni og um helgar. Vöknun heyrir undir skurðlækninga-, skurðstofu- og gjörgæsluþjónustu.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er 36 stundir og getur orðið minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf.
- Að veita einstaklingshæfa hjúkrun samkvæmt markmiðum Landspítala
- Að skipuleggja þjónustu deildarinnar með það að markmiði að þarfir og öryggi sjúklings sé í öndvegi
- Að efla og endurmeta gæði hjúkrunar hverju sinni
- Að viðhalda árangursríku upplýsingaflæði til að tryggja samfellda hjúkrun og góða samvinnu starfsfólks
- Að efla ábyrgð og fræðilega þekkingu starfsfólks
- Að stuðla að góðu og hvetjandi vinnuumhverfi
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Faglegur metnaður
- Sveigjanleiki, jákvætt viðmót og góðir samskiptahæfileikar
- Skipulögð, sjálfstæð og öguð vinnubrögð
- Áhugi og hæfni til að takast á við breytingar og færni í teymisvinnu
- Mjög góð íslenskukunnátta er áskilin
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá birtingu auglýsingar, sbr. 3. tl. 2. mgr. 2. gr. reglna nr. 1000/2019 um auglýsingar lausra starfa með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5