Hjúkrunarfræðingur á göngudeild Barnaspítala Hringsins
Laust er til umsóknar starf hjúkrunarfræðings í krabbameins- og blóðsjúkdómateymi á göngudeild Barnaspítala Hringsins. Starfshlutfall er 60-100% og er ráðið í starfið frá 1. ágúst 2025 eða eftir samkomulagi.
Starfið felur m.a. í sér fræðslu, meðferð, stuðning og ráðgjöf við börn og ungmenni með krabbamein/ blóðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra, þróun verkferla, gæðavinnu og rannsóknir.
Í boði er áhugavert, fjölbreytt og krefjandi starf með fjölþættum viðfangsefnum. Unnið er í þverfaglegu teymi. Spennandi tækifæri fyrir hjúkrunarfræðing sem hefur áhuga á fjölskylduhjúkrun, þróun og eflingu hjúkrunar barna og ungmenna með krabbamein/ blóðsjúkdóma og fjölskyldna þeirra. Góð aðlögun er í boði.
Barnaspítali Hringsins hefur forystu í heilbrigðisþjónustu við börn og unglinga á Íslandi. Þar er veitt fjölbreytileg heilbrigðisþjónusta sem krefst mikillar sérhæfingar.
- Vinna á göngudeild, m.a. í formi, krabbameinsmeðferða, fjölskylduviðtala, fræðslu, stuðnings og þróun þjónustu við börn og ungmenni með krabbamein/ blóðsjúkdóma og fjölskyldur þeirra
- Þekkingarþróun og þátttaka í gæðastarfi og rannsóknum
- Fræðsla utan spítala eftir þörfum s.s. til fagfélaga og skóla
- Almenn störf á göngudeild
- Íslenskt hjúkrunarleyfi
- Framhalds- eða viðbótarmenntun er æskileg
- Reynsla af barnahjúkrun er æskileg
- Reynsla af hjúkrun sjúklinga með krabbamein
- Þekking á öruggri meðferð krabbameinslyfja
- Góð samskiptafærni
- Faglegur metnaður og frumkvæði í starfi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum og færni til að vinna í teymi
- Hreint sakavottorð
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Umsækjendur skulu framvísa nýju sakavottorði áður en til ráðningar getur komið, sbr. meginreglur laga um barnavernd sem m.a. koma fram í 2. mgr. 36. gr. laga nr. 80/2002.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, hjúkrun
Tungumálahæfni: íslenska 4/5