Aðstoðardeildarstjóri í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðþjónustu
Laust er til umsóknar spennandi starf aðstoðardeildarstjóra í bráða- og ráðgjafarþjónustu geðþjónustu Landspítala við Hringbraut. Við leitum eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi með einlægan áhuga á að sinna fólki með geðrænan vanda.
Starfsemi bráða- og ráðgjafarþjónustu einkennist af öflugri þverfaglegri teymisvinnu og starfið felur í sér mikil samskipti, sjálfsstæði og fjölbreytni. Hjá okkur ríkir góður starfsandi og á deildinni eru ótalmörg tækifæri til að vaxa í starfi og dýpka þekkingu sína og færni sem stjórnandi og hjúkrunarfræðingur. Markviss stuðningur er í upphafi starfs.
Starfsemi bráðamóttöku geðdeildar er fjórþætt:
- Bráðamóttaka sjúklinga sem eiga við bráð geðræn veikindi að stríða
- Skammtíma eftirfylgd eftir komu í bráðaþjónustu
- Ráðgjafaþjónusta fyrir bráðamóttöku í Fossvogi
- Ráðgjafaþjónusta fyrir vefrænar deildir Landspítala
Starfshlutfall er 100% og er að mestu um dagvinnu að ræða en einnig möguleiki á helgarvakt u.þ.b. sjöttu hverja helgi. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða eftir samkomulagi.
- Vinnur í samráði við hjúkrunardeildarstjóra að skipulagningu á starfsemi deildar
- Ber ábyrgð á verkefnum sem hjúkrunardeildarstjóri felur honum samkvæmt sérstakri verkefnalýsingu
- Er leiðandi í klínísku starfi, öryggis- og gæðastarfi og öðru umbótastarfi sem stuðlar að bættri þjónustu og framþróun í hjúkrun
- Virk þátttaka í þverfaglegri þjónustu fyrir þjónustuþega og í þjónustu fyrir aðstandendur
- Ber ábyrgð á starfsemi, mönnun og rekstri deildar í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Er ábyrgur fyrir skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar í samráði við hjúkrunardeildarstjóra
- Vinnur náið með hjúkrunardeildarstjóra að mótun liðsheildar
- Íslenskt starfsleyfi sem hjúkrunarfræðingur
- Viðbótarmenntun sem nýtist í starfi er kostur
- Faglegur metnaður og áhugi á þjónustu við fólk með bráðan geðrænan vanda
- Reynsla af forystu og/ eða stjórnun er kostur
- Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
- Færni og áhugi á að starfa í þverfaglegu teymi
- Umbótamiðuð hugsun og ábyrgð í starfi
- Frumkvæði og mjög góð samskiptahæfni
- Stundvísi og áreiðanleiki
- Færni til að hafa góða yfirsýn
- Geta til að vinna undir álagi
- Íslensku- og enskukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt kynningarbréfi og afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem um 7000 einstaklingar starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri, stjórnunarstarf, hjúkrun, teymisvinna,
Tungumálahæfni: íslenska 4/5, enska 3,5