Undanfarin ár hefur Landspítali, í samstarfi við Háskóla Íslands, átt í rannsóknarsamstarfi við Háskólann í Innsbruck í Austurríki. Rannsóknarhópurinn hefur m.a. rannsakað lyf sem mögulega geta verið orsakaþáttur í þróun óráðs meðal ólíkra sjúklingahópa. Í hópnum er fjölþjóðlegt teymi sérfræðinga, þar á meðal margir frá Íslandi, og yfir tugur nema hefur tekið þátt í rannsóknunum.
Þann 16. september mun Anita Weidmann, prófessor við Háskólann í Innsbruck, heimsækja Ísland. Í tilefni þess er boðað til málþings þar sem kynntar verða niðurstöður þeirra rannsókna sem þegar hafa farið fram og rætt um næstu skref. Að auki munu tveir sérfræðilæknar flytja erindi um óráð og helstu klínísku áskoranir á þessu sviði.
Markmið málþingsins er að skapa vettvang fyrir opið samtal um hvernig hægt er að stuðla að bættum gæðum og auknu öryggi sjúklinga þegar kemur að óráði.
Dagskrá:
13:00
Opnun
Dósent, Dr. Freyja Jónsdóttir, Landspítali/Háskóli Íslands
13:10
COMeD rannsókn: Rannsóknir um lyfjatengd áhrif á þróun óráðs
Próf. Dr. Anita Weidmann, háskólinn í Innsbruck, Austurríki
14:00
Óráð og áskoranir í klíník innsýn frá Landspítala
Tryggvi Þórir Egilsson, Sérfræðingur í lyflækningum og öldrunarlækningum, Landspítali
14:15
Óráð og áskoranir í klíník innsýn frá háskólasjúkrahúsi í Innsbruck
Próf. Dr. Barbara Sinner, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum
14:30-15:00
Samtal um óráð og lyfjaöryggi. Klínískar nýjungar og framtíðarsýn rannsókna
Málþingið fer fram á ensku og verður í beinu streymi.