Í tilefni Vitundarvakningar um sýklalyfjaónæmi mun sóttvarnalæknir halda málþing þriðjudaginn 18. nóvember 2025 kl. 13-15 á Hrafnistu, Sléttuvegi 25, en einnig verður boðið upp á þátttöku með fjarfundi (Teams). Að þessu sinni er þema málþingsins tengt hjúkrunarheimilum, sjá meðfylgjandi dagskrá.
Dagurinn 18. nóvember er sérstaklega helgaður vitundarvakningu um sýklalyf hjá Sóttvarnastofnun Evrópu (ECDC). Sama dag hefst vitundarvika um skynsamlega notkun sýklalyfja á vegum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangur þessarar vitundarvakningar er að minna almenning, stjórnvöld, heilbrigðisstarfsmenn og aðra aðila á þá ógn sem stafar af útbreiðslu sýklalyfjaónæmra baktería í heiminum. Sjá nánar hér.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir 14.11.2025 með tölvupósti á netfangið juliana.hedinsdottir@landlaeknir.is og takið fram hvort þið hyggist mæta á staðinn eða hlusta á fundinn í streymi.
Hlekkir til að tengjast fundinum verða sendir til þeirra sem hafa skráð sig þegar nær dregur.