Hrönn er með BS gráðu í hjúkrunarfræði og MS gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún býr yfir víðtækri reynslu af mannauðsmálum og stjórnun innan Landspítala bæði sem deildarstjóri, gæðastjóri og mannauðsstjóri. Auk reynslu sinnar á spítalanum hefur Hrönn einnig unnið hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Læknavakt og komið að fyrirtækjarekstri.
„Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til að leiða mannauðsmál á Landspítala. Ég hlakka til að vinna með öflugu starfsfólki spítalans að því að skapa gott starfsumhverfi sem styrkir bæði þjónustu við sjúklinga og vellíðan starfsmanna. Ég stefni að því að vera í góðum tengslum við stjórnendur spítalans og nýta eins vel og hægt er tækniþróun í mannauðsmálum til að auka árangur og fagmennsku.“