Það var kátt í Laugardalshöllinni á laugardag þegar Vísindavaka var haldin. Starfsfólk Landspítala kynnti starfsemi spítalans fyrir ungu kynslóðinni en oftar en ekki eru sömu börnin að mæta ár eftir ár, til að búa til DNA-helixa úr nammi og skoða litninga og blóðstrokur í smásjá.
Í meðfylgjandi myndbandi er rætt við Hafþór Sigurðarson lækni, Siggeir Fannar Brynjólfsson, náttúrufræðing á ónæmisdeild Landspítala, Arnhildi Tómasdóttur, erfðaráðgjafa á erfða- og sameindalæknisfræðideild Landspítala, og Katrínu Birnu Pétursdóttur, lífeindafræðing á rannsóknakjarna Landspítala.